-Þú ættir auðvitað bara að skrifa, sagði Farfuglinn þegar ég lýsti örvæntingu minni yfir því að vita ekki ennþá hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Clouds in my coffee
Elskan. Þú ofmetur gáfur mínar. Ég er ekki eins og klár og ég lít út fyrir að vera og alls ekki nógu klár til að taka þetta furðulega útspil til mín. Einhver á nefnilega að taka það til sín er það ekki? Án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér, af því að það væri beinlínis heimskulegt af nokkrum manni að taka það til sín. Halda áfram að lesa
Ógeðseðli
Haffi hringdi í mig hvað eftir annað um helgina. Ekki samt drukkinn, heldur á meðan hann var ennþá í vinnunni. Hafði ekkert að segja, sagðist bara langa að heyra í mér röddina. Ég held að hann hafi smá sektarkennd yfir því að hafa stefnt tveimur konum heim í einu um síðustu helgi. Það var ekki beinlínis þægileg upplifun að vakna með Brjóstfríði á rúmstokknum. Halda áfram að lesa
Æ þessi laugardagskvöld
Gísli Marteinn í sjónvarpinu. Drottinn minn dýri, að þeim hjá Ríkisútvarpinu skuli detta í hug að bjóða manni upp á þennan smeðjulega, síflissandi karltáning, hvert einasta laugardagskvöld. Og að þjóðin skuli velja þetta „sjónvarpsmann ársins“, hvílík smekkleysa, ég segi ekki meir. Halda áfram að lesa
Púsl
Kvikmyndakvöld hjá Kela. Ég fell jafn illa í þann hóp og alla aðra.
Er hætt þessu Háskólabrölti. Ég ætlaði hvort sem er aldrei að taka prófin, Fór þangað fyrst og fremst til að leita mér að félagsskap við hæfi en annaðhvort er Árnagarður á annarri bylgjulengd núna en fyrir 10 árum eða ég sjálf, sem er nú kannski líklegra. Halda áfram að lesa
Ilmur
Ég heimsótti félaga minn í gærkvöldi því hann þurfti að kynna mér smá verkefni sem hann vill fá mig til að vinna með sér. Það var kalt inni hjá honum svo hann lánaði mér peysu. Það var strákalykt af henni og mig langaði að grúfa andlitið niður í hana og andvarpa. En svoleiðis gerir maður ekki fyrir framan annað fólk. Allavega ekki fyrir framan eiganda peysunnar. Allavega ekki ef hann á konu. Eða unnustu eins og hann kallar hana. Halda áfram að lesa
Í alvöru
Rakst á gamlan bólfélaga af tilviljun í dag. Hann spurði hvað væri að frétta og ég benti honum á að allt fréttnæmt (og einnig það sem ekki er í frásögur færandi) væri að finna á blogginu. Ég skrifaði slóðina á miða og hann horfði á mig opinmynntur. Halda áfram að lesa