Hótun

-Ég færi ykkur miklar gleðifréttir: Um helgina verður tekið til í herbergjunum ykkar og ef þið gerið það ekki þá geri ég það sjálf, sagði ég í hótunartón.

Þegar ég kom heim í gærkvöld voru Byltingamaðurinn og Sykurrófan farin í leikhús. Á herbergishurðinni var miði með þessari áletrun:

Gleðifréttir staðfestar.
Tiltekt hófst áðan og verður haldið áfram á eftir. Vinsamlegast aðhafist ekkert í millitíðinni.
-H

Þá er því markmiði náð. Nú þarf ég bara að kúga Heimasætuna og Pysjuna til starfa.

Kaffistofuspjall

-Alltaf verið að skíta atvinnurekendur út og væna þá um arðrán. En hvað um starfsmenn sem slóra í vinnunni og tilkynna veikindi á mánudögum? Maður er í rauninni búinn að kaupa vinnuframlag og hvað heitir það ef starfsmaður svíkur mann um það sem maður greiðir umsamið verð fyrir? Hvað heitir það? þusar Eigandinn og þótt ég sé honum hjartanlega sammála skil ég ekki alveg þessa umræðu í þessum hópi fólks. Halda áfram að lesa

Hádegismatur

Ég er að hugsa um að lögsækja fyrirtækið sem sér um hádegismatinn fyrir okkur. Reyndar á vélsmiðjan heiður skilinn fyrir að sjá til þess að við fáum mat í hádeginu, það er ekkert sem fer verr í skapið á mér en að vera matarlaus í þrælavinnu, nema ef vera skyldi að vinna með letingjum og hér eru allir hörkuduglegir og ég hef aldrei verið svöng. Maturinn er samt hræðilegur og ég er nú ekki matvönd. Hef t.d. aldrei skilið hvað fólk hefur út á mötuneyti ríkisspítalanna að setja, það er bara prýðilegt mötuneyti. Halda áfram að lesa

Firrt

Marxisk firring; beygja, sveifla, smella, snúa, beygja, sveifla, smella, snúa… allan daginn, alltaf eins og maður veit ekki almennilega til hvers, sér aldrei afurðina nema sem stæðu af plastböggum sem eru settir í gám. Óljós hugmynd um endanlegt notkunargildi; það er ekki hægt að láta sér þykja vænt um grilljón svarta plastbagga. Halda áfram að lesa

Tók mig 2 mánuði

Það tók mig 2 mánuði í rólegheitavinnu að éta á mig brjóst eftir Hótelið. Ég vissi reyndar að það yrði dálítil brennsla í vélsmiðjunni en kommon, það er ekki liðin vika og ég hef strax rýrnað á röngum stöðum. Samt ég ég eins og hross í afmæli.

Forstjórinn byrjar hvern morgun á því að spyrja mig hvað ég hafi verið að gera í nótt, með einhverju hálfgildings skítaglotti. Mér hefur ekki hugkvæmst neitt skondið svar svo ég segi bara sannleikann, að ég hafi grjótsofið í hausinn á mér. Honum virðist samt alltaf þykja næturlíf mitt jafn áhugavert. Honum yrði líklega þokkalega skemmt ef hann vissi hvað ég ætla að gera eftir vinnu í dag.

Og ég sé það fyrst á rykinu

Þremur dögum áður en Hollendingurinn fljúgandi lét mig róa, spurði hann mig hvort ég væri óánægð.

-Ekki óánægð heldur áhyggjufull, sagði ég. Þessir flutningar eru búnir að vera alveg jafn erfiðir og ég hélt að þeir yrðu og við erum ekki búin með helminginn af því sem við ætluðum. Ég er ekkert að ásaka þig, hef bara áhyggjur af því að við náum þessu ekki fyrir haustið og verðum í pappakössum fram að áramótum. Það er heldur ekkert fyrirsjánlegt að við náum því að kaupa hinn hlutann og þetta er of lítið til lengri tíma. Halda áfram að lesa

Skýrsla

Fjölskylda og vinir spyrja um það hvernig utanfararnir hafi það og hvernig ferðin hafi lukkast. Hér kemur skýrsla yfir helstu niðurstöður af þessum könnunarleiðangri.

-Það er langt til Hullusveitar. 3ja tíma flug + tæpra 4ra stunda lestarferð með skiptingum
-Saltkjöt virðist þyngra þegar maður dregur það í ferðatösku á milli lesta.
-Það er kalt í rigningu í Hullusveit en lóðin er frábær og mig dauðlangar að koma þangað í sumar.
-Húsið og innanstokksmunir allir eru með því Hullulegasta sem ég hef séð.
-Mágur minn minkatemjarinn er líklega sá maður í lífi mínu sem kemst næst því að kallast drykkjufélagi minn. Nú höfum við hrunið í það saman tvisvar sinnum (fyrra skiptið var kvöldið sem Katla gaus) og ég man bara ekki eftir því að hafa áður orðið full með sömu manneskju tvisvar sinnum (skal þá ósagt látið hvort sú staðreynd segir meira um áfengisfíkn mína en félagsleg tengsl).
-Það er gaman að spila póker.
-Systir mín hin æðrulausa er ennþá æðrulaus en auk þess í skóla.
-Börnin eru ennþá haldin þessu opendoorsyndromi sem einkennir svo marga krakka en eru almennt indæl og í góðu jafnvægi og dýrka skólann sinn.
-Fyrir utan krónísk blankheit, bilaðan bíl og söknuð eftir ættingjum, vinum og flatkökum er velstandið að meðaltali lukklegt.