Galdur

Ég held að gæfugaldurinn sem ég framdi á ákveðnum ungum manni fyrir ca 7 mánuðum hafi haft tilætluð áhrif. Allavega lítur áran hans ekki lengur út eins og hann sé að veslast upp innan frá og hann er þegar búinn að taka tvö af þeim þremur örlagaríku skrefum sem þarf til að hann nái þeim árangri að lifa sæmilega innihaldsríku lífi. Mér sýnist hann vera tilbúinn í það þriðja. Verst hvað trúin þvælist fyrir honum. Eins og reyndar flestum. Halda áfram að lesa

Verði búð og það varð búð – Ný þáttaröð

Í fréttum er þetta helst:

Loksins sé ég fram á að hafa tíma til að sofa, borða, blogga og sinna öðrum frumþörfum mínum. Buðum vinum og ættingjum í kaffi í gær og í dag opnar míns eigins ostagerð; fullkomna búðin okkar Eyrúnar seyðkonu; Nornabúðin -hin eina sinnar tegundar á Íslandi, formlega á Vesturgötu 12. Hinn illi Mammon hefur lagt blessun sína yfir oss, dýrð sé honum. Halda áfram að lesa

Af Píplaugi hinum kvenþreifna

Píplaugur hinn kvenþreifni er að eigin sögn mjög sérstakur maður. Ég tók í spaðann á honum og sýndi honum aðstæður og innan 2ja mínútna var hann búinn að koma því að hann væri skilinn við konuna sína og búinn að ganga óvart utan í mig þrisvar sinnum í þessu 40 fermetra herbergi. Ég fékk strax á tilfinninguna að hann hefði megnið af hugmyndum sínum um starfssvið pípulagningarmanna úr klámmyndum því hann virtist ekki sjá neinn mun á niðurfalli og vatnsinntaki og sagðist ekki geta byrjað fyrr en Pípmundur hinn góði væri mættur. Ég bauð honum kaffi af kurteisi minni á meðan við biðum eftir meistaranum. Kannski hefur hann skilið það sem merki um að ég væri haldin bráðabrókarsótt. Allavega sagði hann mér alveg í óspurðum fréttum að hann hefði ekki kennt kvenmanns í 14 mánuði. Halda áfram að lesa

Uppsöfnuð sápa síðustu viku

1. Pípmundur hinn góði náði með ódýrleik sínum að bræða kalið Mammonshjarta Spúnkhildar. Hjartahlýja Spúnkhildar í garð Pípmundar hins góða olli aftur umtalsverðri taugadrullu amlóða nokkurs sem virðist telja dyggðugri konu best sæmandi að láta sauma saman á sér langrifuna þegar ojminginn í lífi hennar tekur sálarfróun sjálfvalinnar eymdar fram yfir hana. Halda áfram að lesa

Kukl

-Hvað ertu eiginlega að gera? spurði Elías
-Útbúa dræsugaldur, svaraði ég.
-Dræsugaldur???
-Já, þessir hlutir sem þú sérð hér á borðinu eru notaðir til að galdra vörtur, líkamshár og fleira ógeðsbögg á dræsur sem manni er illa við, útskýrði ég og kepptist við að sauma. Halda áfram að lesa