Karlmennskan

Sáum Naglann í kvöld. Það sem mér líður alltaf vel í leikhúsi. Ég skil það ekki sjálf.

Hvað er karlmennska?
Mér fannst dálítið stingandi hve margir viðmælenda tengja saman karlmennsku og heiðarleika. Ef heiðarleiki er karlmannlegur er óheiðarleiki þá kvenlegur?

Karlmennska er að mínu viti fólgin í því að fá kikk út úr því að gera ýmislegt sem veldur mér sálarangist. T.d. að bera þunga hluti og beita höggborvél.

Bara svo það sé á hreinu er karlmennska ekki forsenda þess að ég vilji sofa hjá karlmanni.

Ég er samt ekki svo bjartsýn að gera mér vonir um að finna einhvern sem er 26 ára leikhússrotta, skegglaus, fíknlaus, fjárhagslega heilbrigður, klár og skemmtilegur, búinn að afgreiða allar barneignir, trúlaus, pólitískt meðvitaður morgunhani sem kann á borvél.

Hugljúf

Ég ætti að kvíða marsmánuði. Undanfarið hef ég verið í fríi á kvöldin og finnst satt að segja mjög notalegt að kúra undir teppi í náttfötum, lesa eða horfa á sjónvarpið og fara snemma að sofa. Ég býst ekki við að verði mikill tími til þess í næsta mánuði en mér er alveg sama. Halda áfram að lesa

F—itt

Í dag hafði ég hugsað mér að senda Ökuþórinn í verslunarleiðangur og njóta þess að þurfa hvergi nærri því að koma. Hann hringdi um kl 11 til að segja mér að bíllinn væri bilaður. Það er ekki ímyndun í honum. Afi hans dró bílinn heim.

Á mánudaginn fór ég með bílinn í smurningu og aðalskoðun og lét bóna hann.

Darri kominn með bílpróf

Sonur minn Ökuþórinn (sem er ekki lengur Pysja) varð 17 ára í gær. Og tók bílpróf! Fyrir mig er það ígildi byltingar. Nú get ég látið hann fara í Bónus. Ég er frjáls!

Byltingin er hinsvegar íhaldssamari.

Þarf það endilega að vera verðmætt?

Anna segir að raunveruleg verðmæti séu fólgin í vinum þínum en ekki þeim sem þú sefur hjá.

Einhvernveginn finnst mér rökrétt að sofa þá bara hjá vinum sínum. Verst að vinir mínir eru allir fráteknir. Nema Spúnkhildur og ég vil ekkert sofa hjá henni.

Reyndar komst ég að þeirri niðurstöðu fyrir nokkrum árum að það væri vesenisminnst að sofa hjá einhverjum sem mér er hæfilega illa við eða hef allavega nógu lítið álit á til að ekki sé hætta á að það þróist út í einhverjar ástargrillur. Mér hefur samt aldrei verið neitt illa við Elías en ég vissi líka að hann yrði ekkert í boði nema í stuttan tíma svo það var ekki verulega hætta á að yrði eitthvað ástarkjaftæði úr því.

Í augnablikinu er mér því miður ekki illa við neinn.