Elías þekkir líkama minn. Svo langt sem það nær.
Hann þekkir lyktina af mér, snertinguna við hörund mitt, hreyfingar mínar. Hann veit í hvaða stellingu mér finnst best að sofna. Hann þekkir viðbrögð mín við ýmsiskonar áreiti. Hann veit reyndar ekki hvað mér finnst óþægilegt því það hefur aldrei reynt á það en hann veit hvenær er líklegast að mig kitli, hvað kemur mér til og hvers konar snerting mér finnst notaleg. Halda áfram að lesa