Undir skrúfjárninu

Ef nokkuð er heimilislegra en karlmaður með borvél, þá er það karlmaður með skrúfjárn, sem gengur um íbúðina, herðir skrúfur og leitar að verkefnum.

Mammon vissi hvað hann var að gera þegar hann sendi mig til Málarans.

Já, bæ ðe vei, ég sagði HEIMILISLEGT, ekki æsandi.

Píííp!

-Kærastakandidat? spurði Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni.
-Nei, þetta var bara Málarinn. Hann ætlar að fixa pípulagnirnar hjá mér.

Löng þögn.

-Bara vinnuskipti yndið mitt. Hann er sómamaður og það er ekkert á milli okkar.
-Ekkert nema pípulagnir.

Löng þögn.

-Pííííííp!
-Þegiðu eða ég flengi þig.
-(Fliss) Spurning hvort okkar hefði meira gaman af því.
-Taktu þetta glott af andlitinu drengur.
-Ókei kennari. Það er bara svo skondið þetta táknræna samhengi þitt.

Á bak við borvélina

Mikið óskaplega er heimilislegt að hafa karlmann með borvél á heimilinu. Karlmenn ættu alltaf að hafa borvél innan seilingar. Eiginlega ætti karlmaður að fylgja hverri borvél.

Áfangi

Í augnablikinu á ég engan ógreiddan reikning og er aðeins með íbúðar- og námslán á bakinu. Það er góð tilfinning sem ég upplifði síðast fyrir heilu ári. Þá tók ég lán til að opna búðina en nú er það uppgreitt! Vííí! Halda áfram að lesa

Matrósar

Hátíðasalur Mammons minnti helst á sardínudós á heitum degi. Ég opnaði út, af mannúðarástæðum, og á 2 mínútum fylltist búðin af mönnum í matrósafötum. Ég kom þeim út. Mundi ekkert eftir því hvað Spúnkhildur er veik fyrir mönnum í einkennisbúningum fyrr en hún nefndi það sjálf.

Sjarm dagsins

Drengurinn: Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna þú sért svona skotin í mér. Er það semsagt af því að ég er skegglaus?
Eva: Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju þú sért svona viss um að ég sé skotin í þér.
Drengurinn: Ætlarðu kannski að neita því?
Eva: Ég hef aldrei neitað því. Halda áfram að lesa