Manntafl

Ljúflingur:  Má ég vera hjá þér?
-Auðvitað. Er eitthvað að?
Ljúflingur: Nei. Ég var bara einmana.
-Nú? er alkóhólik bits að halda laugardaginn hátíðlegan?
Ljúflingur: Hættu þessum hnýtingum. Hnýttu mig frekar niður og ríddu mér eða eitthvað.
-Nei elskan mín.
Ljúflingur: Ég veit þig langar.
-Það getur vel verið en ég fæ meira kikk út úr því að kvelja þig andlega. Halda áfram að lesa

Jú hann er til

P´tang, yang, kipperbang.

klár og vel að sér,
frjór og skemmtilegur,
faðir,
rétt innstilltur pólitískt og trúarlega,
umhverfisvænn,
með áhugaverð áhugamál,
fínn penni,
virðist glaðlyndur,
spilar á gítar
sjentilmaður í framkomu,
atvinnusaga bendir til stapilitets,
jafn sjaldgæf manngerð og ég skv Jung prófinu,
eldri en ég og SAMT SEXÝ!

Nú eru það bara smáatriðin sem ég þarf að finna út, t.d
-Er maðurinn áreiðanlega ekki alkóhólisti?
-Er maðurinn í alvöru á lausu?
-Hefur maðurinn einhvern áhuga á mér?

Hjarðsveinn…

…finnst mér fallegt orð. Vekur hugrenningar um vor og lítinn læk og hvít lömb í haga. Hjarðsveinninn er skaðlaus vera sem vill bara fá að spila á flautuna sína og það er svo sjálfsagt að maður myndi aldrei biðja um að fá hana lánaða.

Játning dagsins

Það er toppmál ef fatlaðir geta lifað því lífi sem þeir sjálfir kjósa helst. Frábært að þátttaka þeirra á öllum sviðum samfélagsins aukist jafnt og þétt.

Ég játa með ósæmilega litlum skömmustuvotti að það gleður skrattakollinn í mér að sjá fyrir mér framboðslista fatlaðra til alþingiskosninga. Þeir gætu boðið sig fram undir slagorðinu „Fleiri þroskahefta á þing“.

Þetta var ljótt. Má ekki segja svona.

og svo bara dó hún…

Ertu dáin út í bláinn…

Og hversvegna er manneskju í sjálfsvígshættu hleypt út af geðdeild fylgdarlaust?
Af því að hún var ekki drykkjusjúklingur?
Af því að hún hætti ekki að mæta í vinnu þótt henni liði djöfullega?
Af því að hún vanrækti ekki barnið sitt?
Af því að hún hætti ekki að þrífa sig?
Af því að hún öskraði ekki á athygli, hótaði ekki eða hegðaði sér eins og bjáni?
Af því að hún hlaut að vera of greind til að trúa því í alvöru að líf hennar væri ónýtt?
Af því að hún hlaut að vera of góð og tillitsöm manneskja til að gera fjölskyldunni annað eins? Halda áfram að lesa