Herragarðsdaman ætlaði úr bílnum við Klepp þegar við ókum Hauki í vinnuna í dag. Sagðist ætla í gönguferð. Eftir Sæbrautinni í roki og rigningu. Prrhfrr. Haukur hafði talað um að spítalinn væri nálægt sjónum og hún hefur líklega séð fyrir sér fagra fjöru úr íslenskri bíómynd. Ég fékk hana til að hætta við, enda var ég sjálf búin að plana gönguferð með henni og held að ég geti fullyrt að henni hafi nú þótt blysgangan mun áhugaverðari upplifun. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Rambl
Ég er úthvíld! Loksins! Hef sofið rúmar 70 klst frá því að ég lokaði búðinni kl 10:30 á Þoddlák. Það er hellingur. Hef ekki gert neitt sem gæti með góðu móti flokkast sem vinna síðan á jóladag, nema að elda einn grænmetisrétt, hengja upp úr tveimur þvottavélum (æxlið er ekkert að hjaðna) og fara með einn ruslapoka í Sorpu. Ég er svo hress að ég gæti hlaupið ef ég sæi ástæðu til þess. Ég ætla samt ekki að hreyfa mig fyrr en magadansnámskeiðið byrjar eftir áramót, enda hef ég ekki lagt það í vana minn að safna spiki þessa einu viku, skil ekki alveg það rugl að éta yfir sig bara af því að tíminn heitir jól. Halda áfram að lesa
Kannski frekar hvað maður gerir EKKI
Þegar Haukur var 6-7 ára sagði hann mér, all-hneykslaður að einhverjir kjánar í skólanum héldu því fram að fólk ætti það til að hafa mök þótt það kærði sig alls ekki um fleiri börn og notaði jafnvel „asnalega blöðru“ til að koma í veg fyrir getnað. Það lá við að drengurinn sykki niður úr gólfinu af skömm þegar ég sagði honum að þessir kjánar hefðu reyndar nokkuð til síns máls en hann náði fljótt áttum og sagði:
-Ég er samt feginn að þú og pabbi eruð allavega ekki svoleiðis. Halda áfram að lesa
Þytur
Jarðfræðingurinn kemur í dag og verður hjá okkur yfir áramótin. Byltingin fer svo með henni út til Bretlands eftir áramótin til að sjá ættarsetrið og fjölskylduna áður en hann fer út í heim að leita sér frægðar og frama. Mér finnst hálfótrúlegt að sonur minn Byltingin skuli vera í tygjum við breska aðalskonu en Jarðfræðingurinn ólst upp (og býr enn) á herragarðinum sem er fyrirmyndin að Fúsastöðum í „Wind in the Willows“ og langafi hennar var kveikjan að Fúsa.
Ég er búin að tilkynna Hauki að ég óski eindregið eftir því að fá barnabörn á meðan ég er ennþá í ástandi til að vera skemmtileg amma og þrátt fyrir stutt kynni við Jarðfræðinginn, hefur hann ekki aftekið það með öllu. Nú þarf ég bara að sannfæra Jarðfræðinginn um að hún vilji hvergi búa nema á Íslandi og helst í næsta húsi við mig.
Nóttin var sú ágæt ein
Fyrsta aðfangadag ævi minnar horfði ég ekkert á barnaefnið í sjónvarpinu. Við sváfum frameftir (enda hafði öll nóttin farið í að gera það sem við gerum venjulega síðustu 2 kvöldin fyrir jól) og stoppuðum svo góða stund hjá ömmu Hönnu og afa Bjarna. Halda áfram að lesa
Og allt varð fullkomið
Venjulega skreytum við jólatréð á Þorláksmessukvöld. Klárum þvottinn, moppum yfir og skiptum um kerti í aðventukransinum (ég hef alltaf kveikt á þeim öllum í einu enda er aðventukransinn ekki kristilegur siður að uppruna). Þoddláksritúalinu lýkur með jólaöli, eins og hvítöl var kallað til skamms tíma en á mínu heimili er jólaöl aldrei drukkið fyrr en á Þoddlák. Það ásamt laufabrauðinu er heilög hefð. Allt annað er umsemjanlegt en einhverja geðveiki verður maður að halda í, annað væri óheilbrigt.
Að þessu sinni var ég að vinna fram eftir, Haukur til miðnættis og Darri kom ekki heim úr sveitinni fyrr en um 10 leytið. Þoddlákur fór því fram í nótt og endaði á bjór í stað jólaöls.
Eg komin með tölvuna upp í rúm. Ég er í fríi. Í marga daga. Ætla að liggja í bælinu til hádegis ef ég get.
Allt er fullkomið.
Final countdown
Ég er orðin svo þreytt að ég get ekki einu sinni hlakkað til þess að komast í frí. Kvíði því bara að horfast í augu við ruslaskrímslið í herberinu hans Darra. (Nei hann er ekki einfær um að taka til hjá sér, hann VILL hafa þetta svona) Halda áfram að lesa