Í framhaldi af fyrri pistli.
Í gærkvöld fóru fram í mínum vinahópi áhugaverðar samræður sem opnuðu augu mín fyrir því hvers vegna við tökum því svona vel að einkamál okkar séu öllum aðgengileg. Halda áfram að lesa
Í framhaldi af fyrri pistli.
Í gærkvöld fóru fram í mínum vinahópi áhugaverðar samræður sem opnuðu augu mín fyrir því hvers vegna við tökum því svona vel að einkamál okkar séu öllum aðgengileg. Halda áfram að lesa
Ég hef dálítið gaman af bókum sem snúast um sjálfsstyrkingu og samskiptatækni. Þessar bækur eru oft kallaðar „sjálfshjálparbækur“ rétt eins og þær séu fyrst og fremst ætlaðar fólki sem á voðalega bágt og þarfnast hjálpar. Sjálf kýs ég að tala um sjálfsræktarbækur því margar þeirra búa yfir ráðum sem koma að ágætum notum þótt allt leiki í lyndi og gera lífið bara ennþá ánægjulegra. Halda áfram að lesa
Það hefur afskaplega marga og góða kosti að vera sjálfstætt starfandi en gallinn er sá að tekjur geta verið mjög sveiflukenndar. Um mánaðamótin febrúar-mars var ég hreinlega orðin úrkula vonar um að fá nægilega mörg verkefni til að ná endum saman svo ég ákvað að bíta í það súra epli að dæmið gengi ekki upp og fór á stúfana til að sækja um vinnu á almennum markaði. Halda áfram að lesa
Mér finnst dálítið óhugnanlegt hvað eftirlitssamfélagið hefur náð sterkri fótfestu án verulegra mótmæla af hálfu almennings. Ótrúlegustu upplýsingar um einstaklinga eru skráðar úti um allan bæ. Eftirlitsmyndavélar eru í verslunum og á götuhornum. Flestir virðast vera sáttir við þetta því öryggið vegur þyngra en óþægindin af því að láta horfa á sig. Halda áfram að lesa
Vinur minn varð svo óheppinn að veikjast alvarlega í nóvember. Til að byrja með gekk illa að greina sjúkdóminn og hann hefur því þurft að hitta marga lækna og fara í grilljón rannsóknir síðan. Það kostar auðvitað grilljón peninga og grilljón mínútur líka. Það er í sjálfu sér nógu slæmt hversu dýr sérfræðiþjónusta er en það sem mér blöskrar mest við reynslu félaga míns er það hversu litla þjónustu hann hefur í raun fengið fyrir alla þá peninga sem hann hefur þurft að punga út. Ef marka má reynslu hans er greinilegt að þrátt fyrir að læknar sendi öll gögn sín á milli, heyrir til undantekninga ef læknirinn er búinn að kynna sér sjúkrasöguna áður en sjúklingurinn mætir til hans og læknar virðast oft miklu þjálfaðri í því að sýna sjúklingnum samúð en að finna lausn á vandanum. Halda áfram að lesa
Uppeldishlutverk grunnskólans verður æ mikilvægara og sífellt fleiri námsgreinar eru teknar upp. Það hlýtur að teljast undarlegt í meira lagi að enn hefur ekki frést af neinum áformum um að kenna spádómslist tarotpilanna í skólum landins. Halda áfram að lesa