Og þá boraði pabbi í nefið á sér

Mér finnst þetta bókstaflega flippað.

Hvað ætli ég hafi oft lesið fréttir og dóma í kynferðisbrotamálum gagnvart börnum, þar sem kemur fram að mæður hafa horft upp á börnin sín áreitt eða misnotuð án þess að gera neitt í því? Hér kemur eitt málið enn, nema hér er það faðir sem segir, mörgum árum eftir að atvikið á að hafa átt sér stað, að hann hafi horft á barnið sitt áreitt en ekkert aðhafst. Maður er löngu farinn að reikna með svona skíthælshætti af hálfu mæðra en ég hélt satt að segja að flestir karlmenn hefðu ennþá einhvern snert af verndarhvöt gagnvart afkvæmum sínum.

Nú er alveg hugsanlegt að minningin um atvikið hafi orðið til síðar, sá ákærði var sýknaður og ekki ætla ég að dæma hann, en djöfull hef ég lítið álit á föður eða móður sem kannast við það hjá sjálfu sér að hafa látið slíkt viðgangast.

Börn eiga rétt á vernd, samkvæmt lögum og samkvæmt fjölþjóðlegum sáttmálum. Til hvers halda svona foreldrar eiginlega að þeir séu?

Þjóðhátíðaraðgerð

jorundarfaniÉg get alveg sýnt því umburðarlyndi þótt blaðamaðurinn/lögreglan þekki ekki fána Jörundar. Hvorugt starfið krefst þess að menn séu með Íslandssöguefni grunnskólanna á hreinu. Dálítið lélegt samt að birta ekki leiðréttingu eftir að fréttatilkynning sem skýrir tiltækið hefur verið birt í öðrum miðlum.

Og frekar hallærislegt af mbl.is að birta rugl um að fáninn hafi verið skorinn í ræmur. Ennþá hallærislegra af báðum miðlum að gera ekki greinarmun á þjóðfánanum og ríkisfánanum, sem er í raun lógó ríkisstjórnarinnar og er ekki rassgat heilagur.

Tengdar greinar:

http://aftaka.rusl.org/2008/06/17/byltingarfani-jorundar-hengdur-a-stjornarradid/

http://aftaka.rusl.org/2008/06/20/godir-dagar-islenska-byltingin/

Hagfræði fyrir heimskingja …

… óskast.

Mér skilst að ástæðan fyrir því að það kostar orðið meira en 6000 kr að fylla bílinn minn sé takmarkað framboð á eldsneyti. Ég skil og brosi en finn hrottalega fyrir hækkuninni, svo ég hreyfi bílinn minna (ég er sek, ég tek fjárútlát meira nærri mér en umhverfismengun), því ekki brýtur maður lögmál. Á sama tíma er offramboð á húsnæði. Samt hefur fasteignaverð ekki lækkað svo mikið að neinn finni fyrir því og ekki leiguverð heldur. Hvað varð um lögmálið um framboð og eftirspurn?

Undarleg frétt

Ég skil ekki þessa frétt og þá á ég ekki við þessa augljósu villu ‘bannað honum að hætta’. Það sem ég skil ekki er hvernig hann sparar á því að taka málin í sínar hendur í stað þess að láta lögguna um það. Varla hafa þjófar sem hafa verið staðnir að verki hingað til fengið að halda ránsfengnum?