Skemmdarverk?

Sé það rétt tilgáta að slánni hafi verið sparkað upp af miklu afli (þá væntanlega af fullorðnum) er þetta hið óhugnanlegasta mál.

Það er ekki langt síðan framið var skemmdarverk á leiktæki í Fjölskyldugarðinum í Reykjavík og maður hlýtur að fara að velta því fyrir sér hvort það sé einhverskonar tíska að stofna til slysa á þennan hátt. Þegar fréttist af slysinu í adrenalíngarðinum, hvarflaði að mér að einhver tengsl væru á milli þess og skemmdarverksins í Fjölskyldugarðinum  en ekkert hefur enn komið fram sem bendir til þess.

Merkilegt þykir mér að sjá að þegar skemmdarverk sem verður að flokkast sem raunverulegt ódæði er framið, virðist það ekki vekja mikla athygli. Fréttist hinsvegar að því að einhver hafi krotað pólitísk skilaboð á húsvegg, ég tala nú ekki um ef fánalög eru brotin eða vinna hjá skítafyrirtæki stöðvuð í mótmælaskyni, þá fer bloggheimur gjörsamlega á límingunum yfir því að annað eins glæpahyski og skemmdarvargar fyrirfinnist.

Kannski er bloggplebbinn ekkert svo geðbólginn yfir skemmdarverkum sem slíkum, heldur yfir því að þægilegum ranghugmyndum hans um veruleikann sé ögrað.

mbl.is Í lífshættu eftir Tívolí-slys

Flóttamaðurinn ljúgandi

Þessvegna vil ég að fólk sem leitar til okkar og segist vera í lífshættu, sé látið njóta vafans á meðan verið er að skoða mál þess.

Trúir því einhver í alvöru að þetta fólk búi við öryggi í dag?

Ja, fyrst frændi Pauls Ramses segir það… Og Ómar Valdimarsson, hann hefur víst komið til útlanda og allt.

Ég hef aldrei verið ofsótt. Aldrei meiðst að ráði. Ég hef engar forsendur til að setja mig í spor þeirra sem hafa upplifað stríð. En verði ég einhverntíma fyrir áföllum, þá vona ég að einhversstaðar í heiminum verði fólk sem er allavega tilbúið til að hlusta.

mbl.is Ramses gæti stefnt ríkinu

Frequent flyer program

Við skulum nú gæta þess að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Bandaríkjamenn beita ekki pyndingum. Þeir nota bara frequent flyer program, sem er vitanlega allt annað.

Eftir 6 ára enduruppeldi í þessum ágætu fangabúðum er Omar náttúrulega enginn unglingur lengur, svo það er tímabært að koma honum í eitthvert almennilegt „prógamm“.

mbl.is Fanga í Guantanamo-búðunum meinað um svefn

Fátt er svo með öllu illt

Afkoman skárri en þeir spáðu en hagnaðurinn hefur nú samt dregist verulega saman. Það verða að teljast góðar fréttir í sjálfu sér.Ég gleðst yfir hverri krónu sem þetta viðbjóðslega glæpafyrirtæki verður af,  sem og önnur í sama flokki, því fjárhagslegur skaði er það eina sem eigendur þeirra hafa áhyggjur af. Sæmd og siðgæði skiptir þá engu máli, hvorki mannslíf né mannréttindi, hvað þá umhverfissjónarmið.

http://www.savingiceland.org/node/1095

http://www.savingiceland.org/node/1165

http://www.savingiceland.org/doubledeath

 

mbl.is Hagnaður Alcoa dregst saman um 24%

Vanhæfur

Auðvitað var hann ekki með í ráðum. Til þess eru nú allar þessar stofnanir að ráðherrar þurfi ekki að vera með nefið ofan í hverju einasta máli sem upp kemur í landinu. Verkaskipting er það kallað.

Það sem er hins vegar háalvarlegt mál er að ráðherra, gaurinn sem tekur við kærunni og er ábyrgur fyrir því hvernig hún verður meðhöndluð, er búinn að taka afstöðu til þessa máls og lýsa henni yfir opinberlega. Og það gerir hann vanhæfan. Ég veit ekki hver annar ætti að fjalla um kæru á hendur Útlendingastofnun en það er allavega á hreinu að Björn er ekki rétti maðurinn til þess.

Merkilegt líka að Björn segir eitthvað á þá leið að það verði að skoða réttarstöðu hvers og eins. Það var einmitt ekki gert í þessu tilviki. Málið var ekki tekið fyrir, heldur vísað burt.

mbl.is Ráðherra ókunnugt um málið

Enn brillerar Björn

Björn marskálkur fer nú eiginlega aðeins yfir strikið með dagbókarfærslu sinni í gær. Ingibjörg Sólrún reynir að krafsa í bakkann fyrir hans hönd, með því að biðja Ítali að sýna Paul Ramses skárri framkomu en Íslendingar hafa gert, og marskálkurinn reynir að slá sjálfan sig til riddara fyrir að hafa ekki sett sig á móti því.

Hverjum datt í hug að setja þetta í sæti dómsmálaráðherra?

Þetta mál verður ekki unnið með nokkurra daga bloggröfli. Ef okkur er alvara með að láta ekki stofnanir samfélagsins gera okkur meðsek um morð þá gerum við meira en að tala.

Atieno veit ekkert hvað bíður hennar, annað en það að hún fær ekki að vera hér. Við getum komið í veg fyrir að hún verði send úr landi. Spurningin er bara hvort nógu margir vilja það.

Björn er vanhæfur

Gallinn við að láta dómsmálaráðherra taka málið upp er sú að hann er bullandi vanhæfur. Hann hefur þegar tjáð sig um það opinberlega hvað þetta hafi allt saman verið löglegt og siðlegt og eftir bloggfærslu sem hann birti 5. júlí, að dæma, hefur hann engan skilning á ástandinu í Kenía, telur að þar sé bara allt í ljúfri löð.

Ég álít reyndar að það sé almennt mjög óæskilegt að hafa jafn forpokaðan hernaðarsinnaða í valdastöðu en í þessu máli leikur ekki nokkur vafi á vanhæfni Björns.

mbl.is Vill að dómsmálaráðherra endurskoði ákvörðun