Flóttamaðurinn ljúgandi

Þessvegna vil ég að fólk sem leitar til okkar og segist vera í lífshættu, sé látið njóta vafans á meðan verið er að skoða mál þess.

Trúir því einhver í alvöru að þetta fólk búi við öryggi í dag?

Ja, fyrst frændi Pauls Ramses segir það… Og Ómar Valdimarsson, hann hefur víst komið til útlanda og allt.

Ég hef aldrei verið ofsótt. Aldrei meiðst að ráði. Ég hef engar forsendur til að setja mig í spor þeirra sem hafa upplifað stríð. En verði ég einhverntíma fyrir áföllum, þá vona ég að einhversstaðar í heiminum verði fólk sem er allavega tilbúið til að hlusta.

mbl.is Ramses gæti stefnt ríkinu

One thought on “Flóttamaðurinn ljúgandi

  1. ————————————————————

    ef þú lendir í því að þá vona ég að til verði fólk í heiminum sem er til í að hlusta á þig.

    passaðu þig bara að ljúga ekki um aðstæður þínar. það getur eyðilagt allt.

    eins og í tilviki pauls ramses…

    Eddi (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 10:08

    ————————————————————

    Eða kannski ekki í hans tilviki? Það er allavega eitthvað í gangi þarna sem frændfólkið hans hér var ekki búið að frétta í gær.  http://www.kimmediagroup.com/index.php?Itemid=668&id=263&option=com_content&task=view

    Eva Hauksdóttir, 12.7.2008 kl. 10:45

    ————————————————————

    Segjum samt að þetta sé raunin, að Paul hafi logið til um hagi sína í Kenía til að fá hér hæli. Ekki að segja að svo er en ef það væri svo, finnst þér þá samt að útlendingastofnun hafi gert rangt, og sé „vondi kallinn“ í málinu.

    Eða fór stofnunin kannski bara eftir lögum og vísaði lygnum flóttamanni úr landi sem rétt var. Allir geta verið sammála um það að maður sem reynir að villa á sér heimildir á ekki að fá dvalarleyfi hér á landi ef það kemur í ljós að hann hafi logið á umsókninni.

    ég skrifaði undir þennan lista, en mér líður eins og bláeygðum kjána í dag og mun halda því áfram ef ekkert nýtt kemur í ljós. Ég hef ekki gaman af því að láta blekkja mig og geri mig og 2000 aðra af fíflum. en það er bara ég.

    Eddi (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 10:54

    ————————————————————

    Stofnunin tók málið ekki fyrir. Paul var vísað burt, án þess að málið hefði verið skoðað og það er bara ekkert í lagi. Það hefur enn ekki komið fram að útlendingastofnun hafi vitað eða haft grun um að hann væri að villa á sér heimildir og væri grunur um slíkt ætti vitanlega að rannsaka það en ekki bara láta aðra um málið.

    Ég skil alveg að fólki sárni það að hafa stutt mann sem virðist hafa eitthvað gruggugt í pokahorninu. Sjálf lít ég svo á að jafnvel þótt svo kunni að vera, þá eigum við að hafa það sem reglu að láta fólk sem segist vera í lífshættu, njóta vafans á meðan verið er að skoða málið og sundra ekki fjölskyldum

    Ef Paul Ramses reynist vera ómerkilegur svikahrappur, þá verð ég auðvitað drulluspæld út í hann. Það breytir þó ekki þeirri sannfæringu minni að útlendingastofnun eigi að taka slík mál til meðferðar og þessvegna myndi ég undirrita þennan lista aftur.

    Eva Hauksdóttir, 12.7.2008 kl. 11:15

    ————————————————————

    sammála þér Eva, burtséð frá því hver sannleikurinn er í málinu á að fjalla um það. Halda menn að það sé málfrelsi í Kenia?

    rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 12:26

    ————————————————————

    Já, mér finnst umræðan bara vera komin útí tóma vitleysu.

    Það er greinilegt að sumum langar til að trúa öllu hinu versta.  Það má ekki einhver nafnleysingi skrifa komment einhversstaðar um að viðkomandi hafi aldrei verið í pólitík og heiti eitthvað annað… þá eru menn bara búnir að kaupa það og vitna í eins og um áræðanlega heimild sé að ræða.

    Í rauninni hefur ekkert nýtt komið fram í málinu.

    Þegar viðkomandi fór var ástandið mjög slæmt í Kenya.  Ma. morð á pólitíkusum o.s.frv.

    Hvernig ástandið er svo núna er einfaldlega óljóst og skiptar skoðanir um það en  augljóst er að viðkomandi metur sig enn í hættu.

    Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.7.2008 kl. 13:39

    ————————————————————

    Voðaleg veruleikafirring er þetta Guðjón Viðar. Maðurinn kom hingað í janúar. Það er ekkert umdeilt að á þeim tíma var hver sá sem hafði tekið virkan þátt í pólitík í lífshættu. Hundruð líka fólks sem lögreglan hafði tekið af lífi með leynd höfðu nýlega fundist. Ástandið í Kenía í dag er ennþá mjög slæmt og margir telja bara tímapursmál hvenær sjóði upp úr á milli Kibaki og Odinga.

    Eva Hauksdóttir, 14.7.2008 kl. 00:47

    ————————————————————

    Ég er löngu búin að segja allt sem ég hef að segja um þetta mál að sinni, í mörgum bloggfærslum og ótal tjásum á vefbókum annarra. Nenni ekki að endurtaka einu sinni enn hvað það er sem málið snýst um.

    Eva Hauksdóttir, 14.7.2008 kl. 15:40

    ————————————————————

Lokað er á athugasemdir.