Mikið var

Leiðtogi ójafnaðarmanna, kona sem oft hefur stutt mannréttindabrot heilshugar, t.d. gagnvart Tíbetum og Palistínumönnum á sama tíma og hún vildi ólm komast í öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna, hefur nú tussast til þess að fordæma stríðsglæpi Ísraelsmanna. Mikið var.

Ég sé ekki ástæðu til að lýsa yfir sérstakri ánægju með Ingibjörgu Sólrúnu þótt hún sjái eitthvað athugavert við fjöldamorð. Ég hefði haldið að það væri nú bara nokkuð eðlilegt að gera þá kröfu til æðstu ráðamanna þjóðarinnar.

mbl.is „Óverjandi aðgerðir“

Efast einhver um heiðarleika bankastarfsmanna?

Ég sé að búið er að stofna hóp til að leggja áherslu á heiðarleik hins almenna bankastarfsmanns.

Ég bara spyr, hefur verið í gangi einhver umræða um að almennir starfsmenn bankanna beri ábyrgð á hruninu eða eigi hlut að spillingunni sem viðgengst í bankakerfinu? Ef svo er þá hefur sú umræða farið algerlega fram hjá mér.

Umræður hér

Svei attan

Sá gamli tussusnúður fordæmir ekki aðeins sjálfselsku heldur líkir hann baráttunni gegn mannréttindum fólks sem ástundar  kynhegðun sem er honum ekki að skapi, við umhverfisvernd. Sjá hér.

Ég held að heimurinn væri ólíklegri til að hrynja ef valdastofnanir eins og Kaþólska kirkjan liðu undir lok.

mbl.is Fordæmdi sjálfselsku

Ekki táknrænt

Við skulum líka athuga það að auknar álögur á sjúklinga munu skila sér í ríkiskassann, þar sem aftur á móti hátekjuskattur yrði aldrei annað en táknræn aðgerð.

Það er vegna þess að sjúklingar eru svo margir en hátekjumenn svo fáir. Og það væri auðvitað galið að ergja þessa fáu hátekjumenn. Þeir hafa nefnilega völd og þau völd skal ekki skerða.

mbl.is Standa undir gjaldtöku

Óskaplega leiðist mér svona fréttamennska

mbl.is Óttast að uppúr sjóði

Þessi fréttamaður tók við mig langt viðtal og þar kom skýrt fram að ég stjórna ekki einu eða neinu, enda vinna þessir aðgerðahópar sem ég hef unnið með ekki eftir einhverju pýramídakerfi. Ég stjórna hvorki hópum né einstaklingum. Hvortveggja þá eru aðgerðasinnar almennt fólk sem lætur ekkert segja sér fyrir verkum og flest okkar gera einnig þá kröfu til annarra að þeir hugsi sjálfstætt og taki frumkvæði. Ég hef engan áhuga á að stjórna fullorðnu fólki, ég hef hinsvegar áhuga á að taka þátt í þeim með jafningjum.Ég hef tjáð mig í fjölmiðlum. Ég hef svarað gagnrýni sem byggir á fordómum og vanþekkingu. Mér lætur vel að tala og skrifa en er hinsvegar ekki góð í því að klifra upp húsveggi eða standa í vegi fyrir fílelfdum lögregluþjónum. Það að ég tali mikið, merkir ekki að ég stjórni neinu og ég gerði þessum fréttamannsskratta það alveg ljóst.

Svínið farið að svelta

Ég fór í Bónus í morgun.

Ég gerði ekki jólainnkaup, heldur verðlagskönnun. Átti von á að troðast nánast undir eins og venjuleg á Þorláksmessu en það voru ekki nema 8-12 manns í búðinni á meðan ég stoppaði það, þar af 4 útlendingar, 2 sem ég veit fyrir víst að voru ‘bara að skoða’ og ekki keypti ég snitti. Af þessu dreg ég þá ályktun að fólk sé þegar farið að beina viðskiptum sínum annað.

Samkvæmt heimildum sápuóperunnar stendur nú yfir lokaæfing fyrir Þorláksmessutónleika anarkistakórsins. Kórinn, sem var stofnaður fyrr í þessum mánuði, kom fyrst fram þegar kókakólalestin hringdi inn stórhátíð kapítalismans með dyggri aðstoð meðvirkrar lögreglu og björgunarsveitarmanna.

Markmið kórsins í dag er að troða upp á ýmsum stöðum, og þá ekki síst fyrir utan verslanir Baugs, og syngja pólitíska jólasvöngva af hjartans innlifun og leggja meiri áherslu á fagnaðarboðskapinn en listrænt gildi.

 

Svona á að gera þetta

4870741Þessi maður bloggar ekki um allt sem þyrfti að gera í andspyrnustarfi. Hann tuðar ekki yfir því sem ekki er gert eða yfir því sem er gert á annan hátt en hann vildi. Hann bíður heldur ekki eftir að hundruð manna mæti á einhvern fund. Hann bara gerir hlutina sjálfur.

Einn daginn stóð þessi maður einn fyrir utan Landsbankann með skilti. Næsta dag fóru 70 manns með honum inn í bankann.

Einn daginn fór ég í Seðlabankann til að ná tali af Davíð og skora á hann að segja af sér. Um 20 manna hópur fór með mér. Seinna um daginn, þegar ég var löngu farin heim, bættust 200 manns í hópinn.

Sá sem stendur einn fær fleiri með sér. Sá sem bíður eftir að aðrir geri hlutina fyrir hann stendur áfram einn.