![]() |
Mótmæltu meðferð á hælisleitendum |
Greinasafn eftir:
Dauðadómur frá Íslandi
Í þessari viku átti að senda 5 hælisleitendur aftur til Grikklands með aðeins tveggja tíma fyrirvara. Rauði Krossinn og Sameinuðu þjóðirnar hafa átalið Grikkland fyrir að brjóta á mannréttindum í búðum hælisleitanda. Ef við leyfum þessu að viðgangast er nær öruggt að þeir verða sendir aftur til heimalanda sinna og beint í opinn dauðann.
* Í lok ársins 2007 þurftu 67 milljónir manna að yfirgefa heimili sín vegna stríðs og náttúruhamfara. Fæstir njóta nokkurrar verndar né hafa fastan stað til að búa á.
* Ísland tekur á móti fæstum hælisleitendum, hlutfallslega, af öllum löndum heims. Frá 1990 til 2007 sóttu 603 einstaklingar um hæli á Íslandi. Einungis einn hlaut hæli. Á sama tíma eru það fátækustu lönd heims sem taka við flestum hælisleitendum.
* Ísland nauðgar Dyflinnarsamkomulaginu með því að senda hælisleitendur aftur til þess Schengenlands sem þeir komu fyrst til. Þaðan verða þeir sendir aftur til sins heimalands.
Að senda fólk til lands þar sem geisar stríð er morð!
Að senda fólk til lands þar sem það er ofsótt fyrir skoðanir sínar er morð!
Berjumst fyrir lífi. Mætum á mótmælin á Lækjartorgi Sunnudaginn 29. mars,
kl. 15:00.
Jájá, skjótið endilega undan ykkur báðar lappirnar
![]() |
„Rétt að byrja“ |
Heldri menn og heldri þjóðir
Í bókunum um Gvend Jóns og vini hans í Vesturbænum eru leiðtogarnir í strákahónum kallaðir heldri strákar samanber heldri menn. Þ.e. þeir sem ráða, stjórna og njóta virðingar. Þeir sem eru spurðir álits, þeir sem mark á takandi.
Sennilega hefur blaðamaður ætlað að skrifa ‘helstu iðnríkja heims’ en mistökin afhjúpa sömu hugmynd. Hugmyndina um að sumar þjóðir séu öðrum æðri og hafi náttúrlegan rétt til að taka ákvarðanir fyrir hönd annarra.
Búist er við ofbeldisfullum mótmælum. Af því að hundar ríkisvaldsins munu beita vopnum og valdi til að verja rétt örfárra drullusokkaríkja til að valta yfir restina af heimsbyggðinni.
![]() |
Hvattir til að leggja jakkafötunum |
Fleira sem þarf að vera uppi á borðinu
Skyldi þessi nefnd einnig beina sterkum tilmælum til þeirra sem selja auðlindirnar okkar um að hafa þá samninga uppi á borðinu?http://www.dv.is/frettir/2009/3/26/otto-spork-gerdi-leynisamning-um-vatnsrettindi/
Hvað mun gerast þegar AGS verður kominn með puttana í alla stjórnsýslu hér fyrst Íslendingar eru þegar farnir að selja frá sér vantsréttindin, án aðkomu sjóðsins?
Og hvað ætlar almenningur að gera? Sætta sig við 95 ára leynisamning um mikilvægustu auðlind heimsins?
Ég er hrædd um að þessi endalausa valdníðsla og leynimakk verði til þess að fólk grípi til vopna. Og satt að segja sé ég ekki að verði hjá því komist .
![]() |
„Sterk tilmæli“ um upplýsingagjöf |
Út yfir þjófabálk
Auðvitað sóttist enginn annar flokkur eftir styrk. Ég hefði ekki einu sinni trúað þessu upp á Sjálfstæðisflokkinn.
Ég verð ekki oft orðlaus en…
![]() |
Enginn sóttist eftir styrk nema Sjálfstæðisflokkurinn |
Geðbólga dagsins
„Eva þarf að fara í pólitíska afvötnun“ skrifaði ég í statuslínuna mína á facebook. Hafði verið að lesa moggablogg og var hreinlega að sökkva niður í kjallara.
Það er til marks um að áhugi sé að þróast í sjúklega þráhyggju, þegar maður ákveður að hugsa ekki meira um pólitík þann daginn en er svo einhvernveginn, án þess að vita hvernig það gerðist, búinn að opna fréttasíðu. Og rekur fyrst augun í þetta.
Að búa á Íslandi í dag er eins og að búa með virkum alkóhólista. Maður veit svona röklega séð að það er ástandið sem maður býr við sem er sjúkt, en efast þó stöðugt um eigin geðheilsu. Og hefur góða ástæðu til.