Í bókunum um Gvend Jóns og vini hans í Vesturbænum eru leiðtogarnir í strákahónum kallaðir heldri strákar samanber heldri menn. Þ.e. þeir sem ráða, stjórna og njóta virðingar. Þeir sem eru spurðir álits, þeir sem mark á takandi.
Sennilega hefur blaðamaður ætlað að skrifa ‘helstu iðnríkja heims’ en mistökin afhjúpa sömu hugmynd. Hugmyndina um að sumar þjóðir séu öðrum æðri og hafi náttúrlegan rétt til að taka ákvarðanir fyrir hönd annarra.
Búist er við ofbeldisfullum mótmælum. Af því að hundar ríkisvaldsins munu beita vopnum og valdi til að verja rétt örfárra drullusokkaríkja til að valta yfir restina af heimsbyggðinni.
(Í fréttinni var upphaflega talað um heldri þjóðir heims en það var síðar leiðrétt.)
![]() |
Hvattir til að leggja jakkafötunum |