Fleira sem þarf að vera uppi á borðinu

Skyldi þessi nefnd einnig beina sterkum tilmælum til þeirra sem selja auðlindirnar okkar um að hafa þá samninga uppi á borðinu?http://www.dv.is/frettir/2009/3/26/otto-spork-gerdi-leynisamning-um-vatnsrettindi/

Hvað mun gerast þegar AGS verður kominn með puttana í alla stjórnsýslu hér fyrst Íslendingar eru þegar farnir að selja frá sér vantsréttindin, án aðkomu sjóðsins?

Og hvað ætlar almenningur að gera? Sætta sig við 95 ára leynisamning um mikilvægustu auðlind heimsins?

Ég er hrædd um að þessi endalausa valdníðsla og leynimakk verði til þess að fólk grípi til vopna. Og satt að segja sé ég ekki að verði hjá því komist .

mbl.is „Sterk tilmæli“ um upplýsingagjöf

One thought on “Fleira sem þarf að vera uppi á borðinu

  1. —————————————

    Kosningarnar í apríl gefa okkur tækifæri til að komast hjá því að grípa til vopna. Það er engu líkara en að tveir ákveðnir flokkar hafi það að æðsta markmiði sínu að selja allt sem hægt er að selja og vatnið okkar er þar ofarlega á sölulista. Maður er alveg forviða á því hvernig hægt er að selja vatnið okkar án þess að við fáum nokkuð að vita. Sama er uppi í Hafnarfirði en þar seldu samfylkingarmenn vatn hafnfirðinga og sama leyndóið er viðhaft þar.

    Arinbjörn Kúld, 26.3.2009 kl. 12:44

    —————————————

    Margt vitlausara.

    Hvaða rétt hafa þessir einstaklingar til að semja um vatnsréttindi til 95 ára. Hvað fengu þeir í sinn vasa fyrir þetta????

    Spilling… alveg er maður búinn að fá nóg af þessu.

    AceR, 26.3.2009 kl. 14:37

    —————————————

    Sala vatnsréttinda ætti að vera ólögleg, vatnið er okkar Íslendinga til afnota ekki til sölu.       Spillingin gegnsýrir þetta þjóðfélag.

    Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.3.2009 kl. 01:26

Lokað er á athugasemdir.