Kynþáttafordómar í praxís

Fín lausn fyrir þá sem ekki þola óþægilegan sannleika, vilja ekki horfast í augu við hræsni sína, að ganga bara út.

Þetta er auðvitað talandi dæmi um kynþáttahyggju. Kannski ekki kynþáttahatur í öfgafyllsta skilningi, heldur þá kynþáttahyggju sem alltaf og ævinlega tekur þægindi Vestrænna manna fram yfir öryggi og frelsi annarra. Réttur Evrópubúans til að komast hjá því að hlusta á mógðanir, skal æðri rétti arabans til ættjarðar, frelsis og jafnvel réttinum til lífs.

mbl.is Íslendingar gengu ekki út

Fokk jú Steingrímur

Ef félagslegur þroski, ábyrgð og skilningur felst í því að sætta sig við að ríkið styðji iðnað erlendra, umhverfisspillandi stórfyrirtækja en láti þær greinar sem gætu aukið sjálfbærni okkar reka á reiðanum, þá vantar Ísland fleiri vanþroskaða, andfélgassinnaða, skilningslausa og ábyrgðarlausa bændur.

Ég lýsi hér með eftir umhverfisstefnu VG.

mbl.is „Þetta var fínn fundur“

Og hvað með það?

Setjum sem svo að það sé alveg rétt að þeir sem skrifa nafnlaust á netinu þori ekki að standa við skoðanir sínar. Hvað þá með það? Verður staðreynd eitthvað ósannari eða sannfæring byggð á veikari grunni, ef það er hugleysingi sem heldur henni fram?

Setjum sem svo að það sé alveg rétt að þeir sem skrifa um hitamál eða halda fram róttækum skoðunum undir nafni séu fyrst og fremst athyglisjúkir. Og hvað með það? Er athyglissjúkir eitthvað óskynsamari eða ómarktækari en aðrir?

Þurfum að leiðrétta bullið í Sameinuðu þjóðunum

Sameinuðu Þjóðirnar gefa út tilmæli um að senda hælileitendur ekki til Grikklands. Evrópusambandið leggst líka gegn því sem og ýmis mannréttindasamtök. Þetta er þó greinilega hið mesta bull, enda komast þeir sem hafa hagsmuni af því að losa sig við flóttamenn að þeirri niðurstöðu að ekkert mæli gegn því að senda þá til Grikklands.

Af hverju eru SÞ að ljúga svona? Hvað gengur þessu fólki til?

mbl.is „Engin ástæða til að senda ekki fullorðna til Grikklands“