https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/128078673921771
Greinasafn eftir:
Fátækt eða fásinna?
Sorrý en þessi umfjöllun er undarleg.
Eins óviðeigandi og mér finnst það að vekja athygli á galla á bótakerfinu með því að draga athyglina að ákveðinni fjölskyldu sem hefur ekki svindlað á kerfinu heldur aðeins nýtt sér réttindi sín, þá finnst mér samt eðilegt að menn hafi í huga að orðið ‘fátækt’ merkir ‘lágar tekjur’ ekki það að kunna ekki með þær að fara. Vandamál umræddrar konu er ekki fátækt heldur eitthvað allt annað.
Konan bað sjálf um að fjallað yrði um mál hennar. Mér finnst Lóa Pind hafa gert því ágæt skil.
Blóðskömm og morð
Í tilefni af þessari umfjöllun:
Það er frekar heimskulegt að bera saman kynlíf sem fullorðið fólk stundar að eigin vali og morð. Það væri hægt í þeim tilvikum sem hinn látni hefur farið fram á að vera aflífaður.
Yfirvöld eiga ekkert með það að skipta sér af kynlífi milli fullorðins fólks. Sjálfsagt að vara við hættunni á erfðasjúkdómum og úrkynjun en það er ekki hún sem er ástæðan fyrir ríkisstýrðri kynhegðun.
Jólalög
Fyrir 2 árum heyrði maður hvergi pólitíska jólasöngva nema þegar anarkistakórinn heiðraði kókakólalestina með nærveru sinni og söng ‘kók er kúkur kapítalsins/fallallalla, lalallala’, nú er annar hver snjáldurverji með pólitískan jólasöng á veggnum sínum.
Ónothæft hugtak
Hvað eiga Hlín Einarsdóttir, Anna Ardin og Claes Borgström sameiginlegt?
Nánast ekkert annað en að kalla sig feminista.
Þetta hugtak er ónothæft.
Einhverntíma heyrði ég þá skilgreiningu á feminisma frá yfirlýstum feminista að hann væri ‘það að gera sér grein fyrir því að konur eru manneskjur’ Ég veit ekki alveg hvernig á að nota þessa hugmynd.
Aldrei segja ekki
Í dag frétti ég að það bæri vott um neikvæðan hugsunarhátt að segja ‘ég á ekki í vandræðum með að halda áætlun’ þar sem bæði orðin ‘ekki’ og ‘vandræði’ koma fyrir. Jákvæðara væri að segja ‘Ég get vel haldið áætlun’.
Voðalega leiðist mér svona rétthugsun.
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/133972259992645
Kvensmokkahallæri
http://www.smugan.is/frettir/frettir/nr/4616
Smugan segir frá því að ekkert apótek sem skoðað var hafi átt kvensmokka eða munnmottur.
Uhh… Var einhver búinn að tala við starfsfólkið og biðja um að þessar vörur yrðu pantaðar? Eða var það fyrst þennan dag sem afgreiðslufólk lyfjabúða frétti að til væri eitthvað sem kallast ‘munnmottur’?
Ég hef nokkrum sinnum beðið verslanir (ekki reyndar apótek) að panta fyrir mig vörur sem mig vantaði. Því hefur alltaf verið vel tekið og aldrei hefur hvarflað að mér að það væri blaðamál þótt kaupmenn fyndu ekki á sér hvað mig vantaði. Þetta lítur nú bara út eins og verið sé að búa til vandamál.