Fátækt eða fásinna?

Sorrý en þessi umfjöllun er undarleg.

Eins óviðeigandi og mér finnst það að vekja athygli á galla á bótakerfinu með því að draga athyglina að ákveðinni fjölskyldu sem hefur ekki svindlað á kerfinu heldur aðeins nýtt sér réttindi sín, þá finnst mér samt eðilegt að menn hafi í huga að orðið ‘fátækt’ merkir ‘lágar tekjur’ ekki það að kunna ekki með þær að fara. Vandamál umræddrar konu er ekki fátækt heldur eitthvað allt annað.

Konan bað sjálf um að fjallað yrði um mál hennar. Mér finnst Lóa Pind hafa gert því ágæt skil.