Kvensmokkahallæri

http://www.smugan.is/frettir/frettir/nr/4616

Smugan segir frá því að ekkert apótek sem skoðað var hafi átt kvensmokka eða munnmottur.

Uhh… Var einhver búinn að tala við starfsfólkið og biðja um að þessar vörur yrðu pantaðar? Eða var það fyrst þennan dag sem afgreiðslufólk lyfjabúða frétti að til væri eitthvað sem kallast ‘munnmottur’?

Ég hef nokkrum sinnum beðið verslanir (ekki reyndar apótek) að panta fyrir mig vörur sem mig vantaði. Því hefur alltaf verið vel tekið og aldrei hefur hvarflað að mér að það væri blaðamál þótt kaupmenn fyndu ekki á sér hvað mig vantaði. Þetta lítur nú bara út eins og verið sé að búa til vandamál.