Veit nágranninn hvort þú ert í vanskilum?

Vissir þú að mörg fyrirtæki, sem þú kemst ekki hjá að skipta við, gefa óviðkomandi fólki  upplýsingar um viðskipti þín?

Ég hélt að kannski hefði eitthvað breyst á tíu árum en núna í ágúst heyrði ég sögu móður sem ætlaði að aðstoða uppkominn son sinn við að koma reiðu á fjármál sím. Hún hafði samband við ýmis fyrirtæki og fékk athugasemdalaust allar upplýsingar sem hún bað um. Henni fannst það ekki einu sinni skrýtið fyrr en ég benti henni á að traust og kærleikur ríkir ekki í öllum fjölskyldum.

Samfélag án andspyrnu

Ef meirihlutinn hefði alltaf fengið að ráða, og ef minnihlutinn hefði alltaf farið að lögum, þá hefði aldrei orðið neitt þrælastríð. Indverjar hefðu aldrei risið gegn Bretum. Íslenskir verkamenn hangandi á horriminni hefðu sætt sig við 30% launalækkun í stað þess að berja kúgara sína með stólfótum fyrir utan Gúttó. Konur hefðu ekki kosningarétt, samkynhneigð væri skilgreind sem glæpur, verkalýðsfélög væru ekki til og flokkseinveldi væri skilgreint sem lýðræði. Gullfoss hefði þegar verið virkjaður og ég hefði verið brennd á báli fyrir trúvillu um það leyti sem bekkjarsystkini mín fermdust.

Þessvegna geta trúmenn og trúlausir ekki talað saman

Ég held að málefnalegar umræður trúaðra og trúlausra um trúmál séu nánast útilokaðar. Ástæðan fyrir því er ekki bara sú að trúmenn og trúaðir vilji ekki halda uppi málefnalegri umræðu og leitist við að niðurlægja og særa andmælendur sína heldur ekki síður sú að við lifum og hrærumst í ólíkum hugsanakerfum.

Trúleysingjar geta ekki rætt trúna á forsendum trúmannsins vegna þess að hugmyndin um hið yfirnáttúrulega stenst engin rök. Guðshugmyndin sjálf gegnur heldur ekki upp, ekki frekar en hugmyndin um ferhyndan þríhyrning.

Fjölgar öryrkjum?

Fjölgar öryrkjum? Eða fjölgar bótaþegum?

Öryrkjum af völdum geðrænna kvilla fjölgar að nokkru leyti af því að við erum farin að skilgreina óþekkt, þrjósku, hjálparleysi og ýmiskonar jaðarhegðun sem geðsjúkdóma og fötlun í stað þess að reikna með frávikum sem hluta af tilverunni.

Áður var bara ekkert í boði að gerast öryrki ef maður féll ekki í kramið. Það var heldur ekki vel hugsað um þá sem voru ófærir um að bera ábyrgð á sjálfum sér. Þótt bótaþegum fjölgi þarf það ekki að merkja að geðheilsu fari hrakandi. Það á sér aðrar og áhugaverðar skýringar, bæði jákvæðar og neikvæðar.

Framför – afturför

Hefur nokkur heyrt talað um afturför í tækni og vísindum?

Við erum vön því að tengja orðið framfarir við eitthvað jákvætt. Meiri þægindi, tímasparnað og fjárhagslegan ágóða.

En er það sem eykur lífsgæði okkar endilega framför?
Er tækni sem gerir okkur auðvelt að arðræna náttúruna framför?
Eru það framfarir í lyfjaiðnaði ef nýtt og áhrifaríkt lyf veldur afkomendum okkar skaða?
Eru vopn sem drepa fleira fólk á stærra svæði endilega framför?

Ætti að leggja niður ávörp í þingsal?

Finnst þér að þingmenn eigi að ráða því sjálfir hvort þeir nota ávörpin háttvirtur þingmaður og hæstvirtur ráðherra, þegar þeir tala úr ræðustól?

Ef þeir mega ráða því sjálfir, finnst þér þá að megi samt skikka þá til að nota aðra tiltla, svosem herra og frú?

Hvort er hallærislegra að segja háttvirtur þingmaður eða herra Jón Þór, þegar maður ávarpar Jón Þór Ólafsson?

Tjásur:
Halda áfram að lesa