Vissir þú að mörg fyrirtæki, sem þú kemst ekki hjá að skipta við, gefa óviðkomandi fólki upplýsingar um viðskipti þín?
Ég hélt að kannski hefði eitthvað breyst á tíu árum en núna í ágúst heyrði ég sögu móður sem ætlaði að aðstoða uppkominn son sinn við að koma reiðu á fjármál sím. Hún hafði samband við ýmis fyrirtæki og fékk athugasemdalaust allar upplýsingar sem hún bað um. Henni fannst það ekki einu sinni skrýtið fyrr en ég benti henni á að traust og kærleikur ríkir ekki í öllum fjölskyldum.