Rauði krossinn í ruglinu

Á hverjum fjáranum er Rauði krossinn að biðjast afsökunar? Allt bendir til þess að lekinn sé úr ráðuneytinu. Ekkert bendir til þess að hann sé frá Rauða krossinum. Hanna Birna hefur talað um það í beinu samhengi við þetta mál að upplýsingar fari víða á milli stofnana og þar með gefið í skyn að lekinn sé frá einhverjum öðrum en hennar ráðuneyti. Hún nefndi Rauða krossinn sérstaklega.

Löggan hrellir flóttakonu

Þokkalegt framferði hjá lögreglunni, eða hitt þó heldur.

Lögreglan hafði margsinnis farið heim til Evelyn, barnsmóður Tonys og gert húsleit hjá henni. Þá tjáðu lögreglumenn henni að þei r hygðust koma daglega heim til hennar þangað til Tony kæmi í leitirnar.

Löggan veit að sjálfsögðu að heimili barnsmóður hans er síðasti staðurinn sem hælisleitanda í felum þætti ákjósanlegur dvalarstaður. Löggan er semsagt beinlínis notuð til þess að hrella flóttakonu þótt ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um neinn glæp.

Þeir sem hata sjúklinga

Við skulum hafa það á hreinu að þeir sem eru fylgjandi þróunaraðstoð hata sjúklinga enda er útilokað að taka peninga til þróunaraðstoðar frá neinum öðrum en heilbrigðiskerfinu. Það er t.d. ekki hægt að sækja þá til útgerðarinnar.

Hvar er minnisblaðið?

Gísli Freyr Valdórsson segir minnisblaðið ekki vera til hjá ráðuneytinu. Ef svo er þá hefur einhver utan ráðuneytisins, sem hefur sínar upplýsingar frá Irr eða Útlendingastofnun, útbúið minnisblað með því markmiði að láta það líta út eins og gagn frá ráðuneytinu. Af hverju hefur Innanríkisráðherra ekki farið fram á rannsókn á því?

Hanna Birna hefur gefið í skyn að blaðið hafi verið á flakki milli stofnana. Ef það er rétt er það formlegt gagn sem lögmenn Tonys og Evelyn eiga fullan rétt á að fá aðgang að.
Hér er of margt athugavert til þess að megi láta Innanríkisráðuneytið komast upp með að þegja málið í hel.

Dómurinn í garðbekkjarmálinu

Mér finnst þetta vægur dómur og nánast ósvífið að sækja um áfrýjunarleyfi.

Mikið er um það rætt að fólk eigi að sýna lögreglunni virðingu. Ef fólk sýnir löggunni ekki fulla virðingu þá er ekkert rökréttara en að sneiða það sundur í miðju að víkingasið, og þar sem sverð tíðkast ekki lengur er handhægast að nota til þess garðbekki. Það eina sem fór úrskeiðis þarna er það að ódámurinn slapp við mænuskaða.

Lögreglumenn vinna störf sín undir miklu álagi og við erfiðar aðstæður. Þessvegna er mikilvægt að til þeirra starfa veljist ekki hrottar og fávitar. Það gilda reglur um það hvenær má áfrýja dómi og hvenær ekki. Í þessu tilviki hefur hann ekki rétt til þess en getur sótt um undanþágu. Mér finnst það jaðra við ósvífni þar sem maðurinn er augljósa sekur. Hinsvegar vona ég að hann fái að áfrýja því þar með er hugsanlegt að dómurinn verði þyngdur.