Á hverjum fjáranum er Rauði krossinn að biðjast afsökunar? Allt bendir til þess að lekinn sé úr ráðuneytinu. Ekkert bendir til þess að hann sé frá Rauða krossinum. Hanna Birna hefur talað um það í beinu samhengi við þetta mál að upplýsingar fari víða á milli stofnana og þar með gefið í skyn að lekinn sé frá einhverjum öðrum en hennar ráðuneyti. Hún nefndi Rauða krossinn sérstaklega.