Mér finnst þetta vægur dómur og nánast ósvífið að sækja um áfrýjunarleyfi.
Mikið er um það rætt að fólk eigi að sýna lögreglunni virðingu. Ef fólk sýnir löggunni ekki fulla virðingu þá er ekkert rökréttara en að sneiða það sundur í miðju að víkingasið, og þar sem sverð tíðkast ekki lengur er handhægast að nota til þess garðbekki. Það eina sem fór úrskeiðis þarna er það að ódámurinn slapp við mænuskaða.
Lögreglumenn vinna störf sín undir miklu álagi og við erfiðar aðstæður. Þessvegna er mikilvægt að til þeirra starfa veljist ekki hrottar og fávitar. Það gilda reglur um það hvenær má áfrýja dómi og hvenær ekki. Í þessu tilviki hefur hann ekki rétt til þess en getur sótt um undanþágu. Mér finnst það jaðra við ósvífni þar sem maðurinn er augljósa sekur. Hinsvegar vona ég að hann fái að áfrýja því þar með er hugsanlegt að dómurinn verði þyngdur.