Er ekki allt í lagi?

Mér er öll þessi samúð með harðstjóranum, stríðsglæpamanninum og morðingjanum Saddam Hussein, gjörsamlega óskiljanleg. Og af hverju ættu muslimir að syrgja þennan viðbjóð? Nú heyrast raddir sem vilja hefja karlinn upp til skýjanna sem einhverja hetju fyrir yfirvegaða framkomu þegar hann var leiddur að gálganum. Ég hef engan heyrt dást að yfirvegun hans þegar hann lét kúga, pína og myrða saklaust fólk.

Það er auðvitað skandall að hann skuli hafa verið tekinn af lífi. Ég get ekki séð neitt sem réttlætir dauðarefsingar enda þjóna þær engum tilgangi öðrum en pólitískum og þegar aftaka er greinilega liður í viðleitni stórveldis til að leggja undir sig meira af heimsbyggðinni, drottna, kúga og arðræna, er rökrétt að reiðast.

En að gera ógeðið að píslarvætti út á það, það finnst mér flippað.

Virðingarvert?

Jájá. Og ef einhver ríkisstjórnin heimiliar pyndingar, kynjamisminunun, þjóðernishreinsanir eða úburð ungbarna þá náttúrulega virðum við það líka. Af því að ef stjórnvöld ákveða eitthvað, sama hversu ógeðfellt það er, þá á auðvitað að virða það.

Ef mótmælendur Kárahnújukavirkjunar gera einhverntíma alvöru úr því að drekkja Valgerði, skulum við vona að fjölskylda hennar virði þá ákvörðun.

Áherslur RÚV

Ég náði aðeins brotum úr annál rúv í gær og hélt hreinlega að ég hefði misst af upprifjun á göngunni með Ómari. Var að kíkja á annálinn aftur núna. Allir stóratburðir ársins eru inni, t.d. að herra Ísland hafi verið sviptur titlinum, fegurðardrottning misstigið sig og ný sveppategund fundist. Ekki orð um fjölmennustu mótmælagöngu Íslandssögunnar eða að upphafsmaður hennar hafi verið kosinn maður ársins (vegna þessarar óumræddu göngu) af hlustendum rúv fyrr um daginn.

Pottabrot

Jesúloddari opnar spítala að skipun heilags anda. Ríkið styrkir starfsemina miðað við 55 rúm þótt eingöngu sé 41 rúm á staðnum. Þannig gengur þetta þrjú ár í röð, án nokkurs eftirlits og án þess einu sinni að ríkið fái kvittun fyrir framlagi sínu. Skil ég þetta rétt?

Og ber að skilja þetta sem svo að á Norðurlandinu þyki það bara hið besta mál að frúin skjótist í Kaupfélagið á löggubílnum eða að krakkarnir fari á honum á rúntinn?

Um að gera

Ég man nú ekki orðrétt hvað Kjartan rakari sagði en það var eitthvað í þá veruna að Selfyssingar væru lítt uppteknir af ógnum Ölfussár, en þær rifjuðust vissulega upp við vatnavextina.
„Já, um að gera“ svaraði útvarpskonan.

What?

 

Lágvöruverslun

… hlýtur að vera búð sem selur lágar vörur. T.d. niðursuðuvörur og slátur og klósettpappír. Ekki hinsvegar háar vörur eins og bókahillur og fánastengur.

Skýr skilaboð

Þegar ég var fangavörður sá ég einu sinni nasagrip eins og sést í þessu skemmtilega myndbandi af frækilegri framgöngu dönsku lögreglunnar gegn hryðjusetu ungra róttæklinga.

Sá sem var tekinn í nefið á Litla Hrauni var mjög geðsjúkur maður. Ekki ofbeldismaður, en hann var með ranghugmyndir og svona leiðinda hávaði í honum.