Í orðræðu og áherslum þeirra sem aðhyllast kynhyggju enduspeglast sú skoðun að annað kynið sé hinu æðra og göfugra og að það sé allt í lagi að troða á mannréttindum ómerkilegra kynsins. Munurinn er sá að karlremban vill að karlar fái að kúga konur en kvenhyggjusinnar að konur fái að kúga karla. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Kvenfólk handa Carrey
Vinsæll leikari á leið til landins og búinn að panta mat, vín og sæg af kvenfólki. Þetta þykir auðvitað hin mesta hneysa, ekki sæmandi að líta á konur sem hverja aðra neysluvöru, ætlar maðurinn að gogga upp í sig smásnittur með annarri hendinni og næla sér í kvenmannskropp með hinni eða hvað? Halda áfram að lesa
Þegar Ómar kjamsaði á kjömmunum
Í umræðunni um hina alræmdu klámvæðingu og hlutgervingu kvenna, ber nokkuð á þeirri hugmynd að það sé nýnæmi að karlmenn líti á konur sem kynferðisleg þarfaþing. Í gær sá ég umræðu á netinu þar sem sú skoðun kom fram að í gamla daga hafi karlremba birst í því að líta á konur sem passivar og hjálparvana verur sem óþarfi væri að spyrja álits en í dag líti karlrembur ekki á konur sem viðkvæmar verur sem þarfnist verndar, heldur sem kynlífsleikföng.
Ég efast um að þarna hafi orðið nokkur stökkbreyting á. Lítum aðeins á þá dægurlagatexta sem fyrri kynslóðir ólust upp við. Ómar Ragnarsson söng um töffarann sem fór á sveitaball og gafst næði „til að gramsa þar og kjamsa þar á kjömmunum, jafnvel á ömmunum“. Halda áfram að lesa
Dömur mínar og nauðgarar
Herrar mínir og hórur… Það þarf víst enginn að undrast þótt þessum bráðskemmtilega brandara hafi verið illa tekið. Halda áfram að lesa
Er brundfyllisgremja fyndin?
Ég held að það hafi verið í janúar sem einhver ahugasemd á fb varð til þess að ég fór að ræða staðalmynd feministans við vin minn. Þetta var ekkert á grófleikaskala Gillzeneggers en einhver sem fannst tiltekin kona sem kennir sig við feminisma ekki nógu skapgóð, sagði eitthvað í þá veruna að þessar mussukerlingar fengju greinilega ekki nóg heima.
Það nauðgar enginn konu að gamni sínu
Forsíðufrétt gærdagsins vakti mér óhug en þó fyrst og fremst hryggð.
Harmleikur, örvænting, neyð, voru fyrstu orðin sem komu upp í hugann. Þrátt fyrir hryllinginn fann ég til samúðar með stúlkunni. Ég ímyndaði mér að hún hlyti að vera búin að ganga í gegnum miklar þjáningar og að hún væri á einhvern hátt fórnarlamb aðstæðna fyrst hún gat gert sig seka um slíkt voðaverk. Það kom illa við mig að sjá upphrópanir á borð við grimmd, kvikindi, útlendingur. M.a.s. orðið barnamorðingihljómaði á einhvern hátt yfirgengilegt enda þótt þarna hafi barn vissulega verið myrt. Halda áfram að lesa
Nauðgunarkærur sem tekjulind?
Það er náttúrulega ekkert í lagi að hafa mök við 13 ára barn. Það er heldur ekkert í lagi að bjóða drukknum börnum í partý. Og jú það er hægt að ætlast til þess að fólk spyrji um aldur áður en það drífur sig í kynsvall með unglingum. En er þetta mál bara svo einfalt að strákurinn (varla vaxinn upp úr barnaskónum sjálfur) hafi sýnt gáleysi? Voru kannski fleiri sem sýndu gáleysi? Halda áfram að lesa