Arngrímur Vídalín er einn af mínum uppáhalds pennum. Í þessari grein er samt eitt sem kemur mér spánskt fyrir sjónir, þ.e. túlkun hans á hugtakinu fórnarlambsfeminismi. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Er María Lilja jafn klikkuð og J.K. Rowling?
Um daginn fékk María Lilja Þrastardóttir dálítið klikkaða hugmynd. Hélt semsé að til væru konur sem hefðu áhuga á fleiru en naglalakki og karlmönnum og datt í hug að búa til sjónvarpsþátt um önnur áhugamál kvenna. Halda áfram að lesa
Bílar, klám og önnur áhugamál iðnaðarmanna
Hver eru áhugamál kvenna ef ekki karlmenn og naglalakk? Um hvern fjárann ætti kvennaþáttur að fjalla ef ekki þetta tvennt, skreytt með barnauppeldi, blómarækt og innanhússhönnun? Halda áfram að lesa
Við sem hvorki erum karlar né konur
Vitur kona sagði eitt sinn „Það er eðlilegast og hollast fyrir konur að vera ekki að koma karlmönnum mikið inn í heim varalitsins og maskarans því þá dettur allur sjarmi niður!“
Á þeim tíma hélt ég að þessi hugsunarháttur einkenndi aðeins örfáar manneskjur en í dag veit ég betur. Í dag veit ég að munurinn á karli og konu felst í því að konur hafa áhuga á útliti sínu, snyrtivörum og kynlífi en ekki samfélagsmálum. Konur lesa skvísubækur og horfa á Sex & the City. Karlar hinsvegar, þeir eru bara svona allskonar. Halda áfram að lesa
Hættið að nota orð sem þið skiljið ekki
Hér með tilkynnist: Að káfa á konu óviljugri er ekki góður siður. Það er dónaskapur og óþolandi framkoma, getur jafnvel flokkast sem misnotkun ef konan er ung, veik, drukkin eða af öðrum ástæðum í erfiðri aðstöðu til að frábiðja sér káfið. Það er hinsvegar ekki sálarmorð. Halda áfram að lesa
Hvað er þessi nauðgunarmenning?
Í viðtali við DV um daginn sagðist Hildur Lilliendahl telja að kynferðisofbeldi ætti sér sjaldan rót í hreinræktaðri illsku heldur í mannlegum eiginleikum sem hægt er að hafa stjórn á svosem eigingirn, yfirgangssemi og tillitsleysi. Halda áfram að lesa
Af hverju eru konur svona óvinsælir pennar?
Hildur Knútsdóttir skoðar kynjahlutföll í útgáfu og bókmenntaumræðu og út frá hausatalningu er freistandi að álykta að karlveldið hindri konur í að koma sér á framfæri. Halda áfram að lesa