Forsetinn á að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Tákn um það sem við getum öll sameinast um. Eins og við sameinuðumst um Kristján Eldjárn, eða a.m.k. þessi 65% sem kusu hann. Alveg eins og 34% þjóðarinnar sameinuðust um Vigdísi Finnbogadóttur. Þau voru tákn sameiningar þessi tvö. alveg eins og aðrir þjóðhöfðingjar og þjóðarleiðtogar. T.d. Pútín og Margrét Danadrottning. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Meira ofbeldi af hálfu ríkisins en kúnnanna – Pye Jakobsson um afglæpavæðingu kynlífsþjónustu o.fl.
Viðtal sem ég tók fyrir Kvennablaðið
Kvennablaðið hefur síðustu daga birt umfjöllun um opið bréf sænsku samtakanna Rose Alliance til utanríkisráðuneytisins þar sem skorað er á íslensk yfirvöld að endurskoða þá afstöðu sína að leggjast gegn því að hugtakið sex worker verði notað í áliti sem unnið er að fyrir UNAIDS. 250 samtök og hreyfingar hafa lýst yfir stuðningi við þessa áskorun. Pye Jakobsson, talsmaður Rose Alliance, heimsótti á Ísland á dögunum, Kvennablaðið tók hana tali. Halda áfram að lesa
Og Kastljósið tekur þátt í þögguninni
Á Íslandi er nú stödd sænsk kona að nafni Pye Jakobsson. Hún er einn helsti talsmaður réttindabaráttu starfsfólks í kynlífsiðnaði og starfaði sjálf í þeim geira í mörg ár. Koma Pye til Íslands er samstarfsverkefni sænsku samtakanna Rose Alliance og Snarrótarinnar – samtaka um borgaraleg réttindi en tilefni heimsóknarinnar er sú ósvinna utanríkisráðuneytis Íslands, að standa í vegi fyrir því að starfsfólk í kynlífsþjónustu verði skilgreint sem sex workers í áliti sem unnið er að fyrir UNAIDS. Halda áfram að lesa
Aðförin að samningafrelsinu
Þær eru gersamlega óþolandi allar þessar árásir á samningafrelsið.
Einu sinni ríkti fullkomið samningafrelsi á Íslandi. Það voru góðir tímar, sérstaklega fyrir auðvaldið. En svo risu upp efnahagslegir hryðjuverkamenn; svokallaðir verkalýðsleiðtogar sem með aktívisma og annarri lögleysu kúguðu yfirboðara sína til að greiða nógu há laun til þess að gera þeim mögulegt að draga fram lífið. Halda áfram að lesa
Nýja Samfó í gömlum nærbuxum
Samfylkingin er að spá í að bjarga lífi sínu með því að skipta um nafn og merki. Eða a.m.k. eru Magnús Orri Schram og Ágúst Ólafur Ágústsson að spá í það. Ekki bara með því að skipta um nafn og merki reyndar, það þarf líka að bjóða upp á ferskt blóð. Ferska blóðið á víst að sækja til Bjartrar Framsóknar, Viðreisnar og flokka sem fleiri en fimmtíu hræður utan nánasta vinahóps flokksmanna geta hugsað sér að kjósa. Sniðugt trix. Halda áfram að lesa
Davíð hefði þótt óbærilegt að sjá Ólaf felldan?
Forsetaframbjóðandinn Davíð Oddsson bauð sig fram gegn Ólafi Ragnari Grímssyni af því að hann vildi ekki að Ólafur sæti lengur. Þetta sagði Davíð sjálfur í viðtali í þættinum „Í bítið“ á Bylgjunni í morgun. Halda áfram að lesa
Großer Dummkopf
Mig dreymdi að aðstoðarmaður SDG, að nafni Gunni, hringdi í mig (við töluðum í skífusíma með gormasnúru eins og var á öllum heimilum 1975). Erindið var að bjóða mér lögmannsréttindi „undir borðið“ út á það að sækja mál gegn þýska ríkinu, en ríkisrekið dagblað hafði kallað SDG „Großer Dummkopf“.
Það sem stóð meira í mér en spillingin og efasemdirnar um að væri heppilegt að fara út í málflutning án þess að hafa lært neitt í réttarfari, var það að samúð mín var með blaðamanninum. Auk þess fannst mér hallærislegt að tengjast „Großer Dummkopf-málinu“.
Ég sagði Gunna að þetta væri aumingjaleg sneið af spillingunni og hvort hann gæti ekki boðið eitthvað fullorðins. Kveikti svo á upptökubúnaði sem var innbyggður í snúrusímann. Vaknaði í klemmu yfir því að vera eiginlega eins og Stasi en varð samt hrikalega fúl þegar ég áttaði mig á því að það var engin upptaka.