Særð eftir sýru

 

Fréttablaðið birtir í dag frétt með fyrirsögninni Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás. Þetta er sláandi fyrirsögn og rökréttast að álykta að ribbaldar hafi ráðist að henni í nótt eða gærkvöld með einhverskonar efnavopnum í þeim tilgangi að skaða hana.

Svo kemur í ljós að um er að ræða 2ja mánaða gamla frétt, sem af einhverjum dularfullum ástæðum hefur ekki verið birt áður. Ekki var ráðist á Rannveigu, heldur bílinn hennar en hún varð fyrir þessu óhappi þegar hún opnaði bílinn sinn og efnið skvettist úr hurðarfalsi. Reyndar má draga í efa dómgeind manneskju sem snertir bíl sem hefur verið meðhöndlaður með efni sem er svo sterkt að það bræddi rúðurnar í bílnum hennar. Mig langar að sjá mynd af þeim rúðum því hafi sú frétt að önnur eins efnavopn séu komin í noktun hjá aðgerðasinnum verið birt fyrr, hefur hún farið fram hjá mér.

Sé það rétt að Rannveig hafi orðið fyrir meiðslum, lýsi ég samúð minni með henni. Ég held að langflestir umhverfissinnar vilji komast hjá því að valda manneskjum skaða hversu sekar sem þær eru. Mér er hinsvegar skítsama um bílinn hennar og mér er jafn drullusama um bíl Hjörleifs Kvaran. Því eins og umhverfissinnar hafa margbent á er jörðin ekkert ‘að deyja’ heldur er verið að drepa hana. Og þeir sem bera ábyrgð á því hafa nöfn og heimilisföng.

Hvað eru glæpasamtök?

Ég játa að mér finnst það óhugnanleg tilhugsun að Vítisenglar og álíka samtök nái fótfestu á Íslandi. Ég er hinsvegar líka meðvituð um að öll mín vitneskja um slík ‘gengi’ er til komin fyrir einhliða umfjöllun fjölmiðla. Ég hef aldrei talað við neinn úr mótorhjólasamtökum á borð við Fáfni, hvað þá Vítisengil og veit í rauninni ekkert um það hvers vegna Vítisenglar ganga um (eða aka um) og berja mann og annan. Hverjir eru þeir og hvaðan koma þeir? Hvað eru þeir svona óánægðir með og hvað vilja þeir? Hvað er svona æðislegt við Helvíti? Hversvegna líta þeir á fórnarlömb sín sem óvini? Af hverju álíta þeir aðferðir sínar æskilegar? Halda áfram að lesa

Hættur, farinn

Á meðan fólkið sem bauð sig fram til þingsetu undir merkjum umhverfisvænnar vinstri hreyfingar keppist við að koma meiri völdum á færri hendur, sitja kjósendur aðgerðalausir og bíða eftir að ‘eitthvað’ gerist. Þeir fáu sem nenna og þora að láta ‘eitthvað’ gerast, vita nú af reynslunni að þeir eru of fáir til að ná árangri. Ekki einu sinni kannabisræktendur ná almennilegum árangri og eru þeir þó öllu fleiri en aðgerðasinnar á Íslandi.

Halda áfram að lesa