Ekkert nýtt

Eva: Ég held svei mér þá að ég sé að skipta um skoðun á þjóðaratkvæðagreiðslum. Kannski bara best að finna einhvern huggulegan einvald.
Hulla: Hvað nú?
Eva: 26% Íslendinga treysta íslenska hernum! 26%!
Hulla: Jæja já? Og er það eitthvað nýtt að fólk treysti fyrirbæri sem er ekki til?

Mér skilst að spurningin eigi við um heri almennt. Hvurslags fávitagangur er þetta eiginlega? Er t.d. reiknað með því að ef Svisslendingur treysti sínum her, treysti líka herjum Bandaríkjamanna og Japana?

Af hverju nýtast íslenskir kennarar svona illa?

Það er með öllu óþolandi að opinberir starfsmenn komist upp með að vinna ekki nema 35% þess tíma sem þeim fá greiddan.

Hvað er þetta fólk eiginlega að gera í vinnunni? Af hverju þurfa íslenskir kennarar svona langan tíma í undirbúning og yfirferð miðað við hin OECD ríkin? Af hverju fer meiri tími í foreldrafundi, agamál og eineltismál hjá íslenskum kennurum en kennurum í samanburðarlöndunum? Halda áfram að lesa

Beinar aðgerðir hafa áhrif

Jæja. Japanir bara búnir að gefast upp.

Það er nefnilega nákvæmlega þessvegna sem aðgerðarsinnar verða fyrir pólitískum ofsóknum. Þeir hafa raunveruleg áhrif.

Það er þessvegna sem yfirvöld vilja að við höldum áfram að mótmæla kurteislega, með ljóðalestri og spjaldaburði. Af því að það er hægt að hundsa það. Það er ekki hægt að hundsa beinar aðgerðir. Beinar aðgerðir leiða til breytinga. Í alvöru.

Halda áfram að lesa

Sniðugur dómari Pétur

Þá er fallinn dómur í nímenningamálinu. Sniðugur dómari Pétur. Dæmir ekki nógu svívirðilega til að von sé til þess að almenningur verði bandbrjálaður en þó þannig að nímenningarnir séu sekir. Um eitthvað. Nánar tiltekið ‘brot gegn valdstjórninni.’ Dómskerfið er ólíkindatól og maður átti svosem allt eins von á því að þau yrðu fundin sek um valdaránstilraun svo það liggur við að maður segi bara hjúkket! þótt auðvitað hefði maður helst viljað að þessu yrði bara vísað frá. Halda áfram að lesa