Prófalestur hefur undarleg áhrif á mig. Síðustu nótt dreymdi mig að ég væri að opna pizzustað. Það voru bara lögfræðipizzur á matseðlinum. Stefnubirtingarpizza, Varnarþingspizza, Málsforræðispizza.
Greinasafn eftir:
Voru landnámsmennirnir útrásarvíkingar?
Öndvegissúlur Ingólfs rak á land í Reykjavík og þar með hófst landnám Íslands. Frelsisþráin rak göfugustu menn Noregs til þess að sigla til eyjarinnar bláu í norðrinu og nema þar land. Þræla höfðu þeir vitaskuld og þá helst írska, en þeir fengu nú fljótt frelsi, í það minnsta fer litlum sögum af þrælahaldi nema hjá fyrstu kynslóð í landinu. Og höfðingjarnir stofnuðu Alþingi og fóru í víking og ortu drápur á milli þess sem þeir dunduðu sér við að höggva nágranna sína í herðar niður, ekki síst að undirlagi kvenskörunga, skráðu sögur og fræði á kálfskinn og urðu þjóð. Halda áfram að lesa
Vill Össur að Samfylkingarfólk kjósi Pírata?
Þau ummæli Össurar Skarphéðinssonar að enginn munur sé á Pírötum og Samfylkingunni hafa vakið nokkra athygli. Halda áfram að lesa
Stafrófsþulan
Þessa stafrófsþulu kenndi amma Sigga mér þegar ég var lítil og væntanlega hafa systkinin í Steinholti kunnað hana. Ég hafði gleymt tveimur hendingum úr henni en með hjálp fésbókar tókst að rifja þær upp. Halda áfram að lesa
Hulla fékk inni í ljósmæðranámi
Froðuskrímsli
Mér var meinilla við ryklóna sem skreið meðfram veggjum ef dyrnar stóðu opnar. Taldi víst að þetta væru einhverskonar lífverur og varð smeyk þegar lóin hreyfðist. Kannski átti þessi ótti rót í hreingerningaræði ömmu minnar. Halda áfram að lesa
Amma Hulla og handritin
Amma Hulla var sjálfstæðismaður. Að vísu kaus hún kratana en það sagði hún ekki nokkrum manni. Ekki fyrr en fimm árum áður en hún dó. Ég mátti ekki segja afa það. Hann var kommi og það hefði klúðrað hinu pólitíska ógnarjafnvægi sem ríkti á heimilinu ef hann hefði rennt í grun að hollusta hennar við íhaldið væri orðum aukin. Halda áfram að lesa