Málsýni úr lagadeild

 

16. nóv. 2014

Sérfræðingaútskýring á þeirri hugmynd að allir menn eigi að njóta jafnra borgaralegra réttinda:

Hver persóna á að hafa jafnan rétt á ítrasta kerfi jafnra frelsisréttinda sem samræmst getur sambærilegu kerfi frelsisréttinda fyrir alla.

Á ensku hljóðar þetta svo

Each person is to have an equal right to the most extensive total system of equal basic liberties compatible with a similar system of liberty for all.

Ég veit ekki hver á heiðurinn af þýðingunni sem er að finna á glæru sem notuð er við kennslu við Lagadeild HÍ. Halda áfram að lesa

Sumartásur

Nú er að bresta á með brakandi sumri og tímabært að taka fram sandalana. Ekki bara til þess að leyfa tásunum að sprikla heldur líka til þess að fegurð þeirra njóti sín. Hér má sjá nokkur dæmi um fagurlega skreyttar táneglur, um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.

Áður en hafist er handa er heppilegt að verða sér úti um þessar handhægu táskiljur, svo naglalakkið fari nú áreiðanlega á rétta nögl. Halda áfram að lesa

Dagbók frá 7. bekk 34

Mamma gaf mér bók sem heitir “andleg kreppa”. Það er svona sálfræðibók. Mér finnst gaman að lesa hana en ég skil ekki alveg af hverju mamma var að gefa mér hana. Ég held að hún vilji að ég haldi að hún sé í andlegri kreppu en ég held það ekki neitt. Hún er bara að kafna úr frekju og vill að allir hafi áhyggjur af sér. En hún er samt góð þessa dagana og ég ætti að vera þakklátari. Hún dekraði við mig á allan hátt þegar ég kom heim og Gunni líka.

 

Dagbók frá 7. bekk 25

Allt er ömurlegt. Freyja er farin heim af því hún fer til tannlæknis á morgun og Rósa er öll í strákunum og aldrei inni á harbergi og Silla og Sigga eru alltaf saman svo ég er alein, líka um helgar. Diddi talar ekki einu sinni við mig, eins og við vorum góðir vinir á mánudagskvöldið. Núna lætur hann sem hann sjái mig ekki. Mér er alveg sama um hann, leiðist bara að vera ein. Rósa er ekkert sæt en samt eru allir strákarnir utan í henni. Bara af því að hún er fyndin. Ég er ekki fyndin. Ég er bara háfleyg og engum finnst það neitt spennandi. Ég get ekki einu sinni verið fyndin þótt ég reyni það. En ég held samt að ég sé aðeins að grennast. Ég er allavega hætt að éta.