Sumartásur

Nú er að bresta á með brakandi sumri og tímabært að taka fram sandalana. Ekki bara til þess að leyfa tásunum að sprikla heldur líka til þess að fegurð þeirra njóti sín. Hér má sjá nokkur dæmi um fagurlega skreyttar táneglur, um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.

Áður en hafist er handa er heppilegt að verða sér úti um þessar handhægu táskiljur, svo naglalakkið fari nú áreiðanlega á rétta nögl.

Ommnommnomm, en girnilegar bismarktásur.

Þessar koma í góðar þarfir ef þú þarft að verja þig en smá hætta á að þær fari illa með sokka og skó svo vertu viss um að eiga opna skó fyrir öll tækifæri.

Þessi tánaglalengd hentar þeim sem eiga ekki naglaþjöl því ef þær eru orðnar óþægilega langar fer maður bara í labbitúr og gangstéttin sér um að sverfa þær. Gættu þess bara að þær festist ekki í raufum milli flísa og gólfborða, það gæti alveg farið illa.

Nú eru andalappaneglur í tísku. Ekkert smá krúttlegt.

Ef þú átt ódýra plasthnappaeyrnalokka er tilvalið að fá sér táskreytingu í stíl.

Þessi skreyting hentar þeim sem telja göngutúra ofmetna og sjá yfirhöfuð litla ástæðu til þess að færa fæturna sundur.