Dagbók frá 7. bekk 25

Allt er ömurlegt. Freyja er farin heim af því hún fer til tannlæknis á morgun og Rósa er öll í strákunum og aldrei inni á harbergi og Silla og Sigga eru alltaf saman svo ég er alein, líka um helgar. Diddi talar ekki einu sinni við mig, eins og við vorum góðir vinir á mánudagskvöldið. Núna lætur hann sem hann sjái mig ekki. Mér er alveg sama um hann, leiðist bara að vera ein. Rósa er ekkert sæt en samt eru allir strákarnir utan í henni. Bara af því að hún er fyndin. Ég er ekki fyndin. Ég er bara háfleyg og engum finnst það neitt spennandi. Ég get ekki einu sinni verið fyndin þótt ég reyni það. En ég held samt að ég sé aðeins að grennast. Ég er allavega hætt að éta.