Viðtökurnar við SCUM

Valerie Solanas

Ég var að lesa SCUM, fyrst nú, hef aldrei lesið ávarpið í heild áður. Það væri áhugavert að sjá viðbrögðin ef einræðu um ógeðslegt eðli og innræti kvenna yrði hampað sem listaverki.

Af hverju hef ég á tilfinningunni að Andspyrna myndi ekki hefja til skýjanna verk sem talaði um konur sem óværu og tíundaði það hvernig þær hafa mergsogið karlmenn bæði tilfinningalega og fjárhagslega, haldið þeim í margskonar ánauð, kallað fram allt það versta í þeim, hindrað þá í því að nýta hæfileika sína og í raun eyðilagt heiminn. Það er ekkert erfiðara að rökstyðja það viðhorf en sorann sem Valerie Solanas lét frá sér.

Það er út af fyrir sig athyglisvert að mitt í allri umræðunni um hlutgervingu kvenna og endalausa niðurlægingu þeirra af hálfu karlmanna, sé hatursáróðri í garð karlmanna lýst sem hressum og kjaftforum. Hvaðan kemur annars sú hugmynd að ef kona hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi þá hafi hún þar með leyfi til þess að dreifa skít? Ég sé ekki fyrir mér að það fólk sem mælir þessu bót myndi hampa sambærilegum sora í garð t.d. svartra manna, með þeim rökum að höfundur hefði orðið fyrir nauðgun af hálfu svertingja.

Af fögnuði UTL

Vinsamlegast lesið þetta sem og önnur skrif Teits um málefni flóttamanna. Lesið einnig svar UTL sem lýsir sérstökum fögnuði yfir því að Teitur og Baldur (menn sem líkur eru á að einhver taki meira mark á en hernaðarandstæðingum og anarkistum) skuli vera farnir að gagnrýna stofnunina. Eflaust er gleði þeirra ósvikin, sennilega bara skálað í vikulokin fyrir þessari æðislegu auglýsingu. Halda áfram að lesa

Enn einu sinni smávegis um mannréttindi

Margir virðast ekki skilja hugmyndina á bak við mannréttindi. Allavega verður þess iðulega vart í umræðum á netinu að fólk telur algeran óþarfa að virða mannréttindi þegar einhverjir drullusokkar eiga í hlut. T.d. telja margir óþarft að vítisenglar njóti mannréttinda og í umræðunni um Breivik bar töluvert á því viðhorfi að hann ætti ekki annað skiið en pyndingar og dauðarefsingu. Halda áfram að lesa

Umsögn um njósnafrumvarpið

Ég hef verið beðin um að gefa umsögn um þingsályktunartillögu um að unnið skuli frumvarp til laga um forvirkar rannsóknarheimilidir.

Með forvirkum rannsóknarheimildum er átt við að lögreglunni verði heimilað að safna upplýsingum um grunsamlegt fólk og rannsaka glæpi sem ekki hafa verið framdir en eru hugsanlega í bígerð. Sennilega kemur það fáum sem kannast við mig á óvart að ég lýsi mig alfarið andvíga öllum hugmyndum um forvirkar rannsóknarheimildir eða aðrar heimildir til innrásar í einkalíf borgaranna. Halda áfram að lesa

Umsögn um forvirkar rannsóknarheimildir

Óskað var eftir áliti mínu á áformum um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. Hér er sú umsögn sem ég sendi inn.

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu (Þingskjal 26  —  26. mál.)

Fyrir Alþingi liggur nú ályktun um að innanríkisráðherra skuli falið að vinna og leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir. Með því er átt við að lögreglunni verði heimilað að safna upplýsingum um grunsamlegt fólk og rannsaka glæpi sem ekki hafa verið framdir en eru hugsanlega í bígerð. Halda áfram að lesa

Að losa sig við vesen

Það er fjandans vesen að vera manneskja. Maður þarf að standa í allskonar miserfiðum og leiðinlegum verkefnum, svo sem að uppfæra vírusvörnina og bursta tennurnar og allskonar. Mesta vesenið er þó að þurfa að umbera vesenið á öðru fólki. Halda áfram að lesa