Barnaverndarfúsk

Mér hefur þótt sumt af því sem fram hefur komið um mál Hjördísar Svan benda til þess að búið sé að hræra þokkalega í börnunum.

Það er óvenjulegt að 13 ára drengur kalli stjúpföður sinn „manninn“ í stað þess að nota nafn hans og hugleiðingar hans um að pabbar í Danmörku drepi oft börn, bendir til þess að umræðan á heimilinu hafi ekki verið laus við tilhneigingu til dramatiseringar. Halda áfram að lesa

Ef Norðmenn banna Ögmundi að bjarga þrælum ….

Ögmundur Jónasson má eiga það að hann svarar bréfum. Það gera ekki allir stjórnmálamenn. Í dag svaraði hann stuttu erindi frá mér um málefni strokuþrælsins frá Máritaníu. Hann er ósáttur við umræðuna um störf sín og bendir mér á að lesa grein sem hann birtir í dv í dag sem svar við ásökunum um að hann skýli sér bak við Dyflinnarákvæðið. Halda áfram að lesa

Sóðaskapurinn hjá DV

Í síðasta pistli varpaði ég fram spurningum sem vöknuðu hjá mér við umfjöllun Rásar 2 um mál Romylyn Patty Faigane frá Filippseyjum. Aðrar og ógeðfelldari spurningar vekur þessi umfjöllum DV um málið, m.a. spurningar um það hvort markmið fréttarinnar sé það að varpa gruni um skjalafals á stúlkuna eða einhvern úr fjölskyldu hennar að ósekju. Halda áfram að lesa

Sko, þú verður að sanna að þú þekkir mömmu þína

Þann 20 júlí sl. birti Rás 2 viðtal við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, um mál filippseyskrar stúlku sem hefur barist fyrir því árum saman að fá náðarsamlegast leyfi til þess að búa hjá fjölskyldu sinni á Íslandi. (Umfjöllunin hefst þegar 9 mín og 28 sek eru liðnar af þættinum.) Þetta viðtal vekur margar spurningar og áhugavert hefði verið að sjá snöfurmannlegan blaðamann leita svara við þeim helstu. Halda áfram að lesa

Getur stelpa borið strákanafn?

Djöfull finnst mér gott mál að til sé fólk sem lætur ekki yfirvaldið vaða yfir sig. Hvað í fjáranum eru yfirvöld annars að skipta sér af því hvort fólk gefur börnum sínum nöfn sem hefð er fyrir að hæfi öðru kyninu frekar en hinu? Ríkir ekki kyngervisfrelsi í landinu? Þarf ekki bara líka að skipa nefnd sem fylgist með því að hárgreiðsla og klæðaburður hæfi kyni?

Og hvaða rök eru svosem fyrir því að tiltekið nafn sé drengjanafn fremur en stúlkunafn eða öfugt? Siegfried er karlmannsnafn í öðrum málum, en í íslensku er Sigfríður kvenmannsnafn. Guðmar er strákanafn en bæði Guðný og Dagmar eru stelpunöfn. Á að vera eitthvert vit í þessu eða hvað?

Annars þætti mér gaman að vita hvort yfirvaldið ætlar að halda því fram að kona að nafni Blær, heiti karlmannsnafni. Og ef svo er, heitir þá drengur sem nefndur var Kolur hundsnafni? Hversu margar konur þurftu að ganga í buxum til að gera buxur að kvenmannsfílk? Ætlum við að halda okkur við 19. aldar hugsunarhátt eða sleppa tökunum á fordómunum og líta svo á að Kolur verði mannsnafn þegar það er gefið mannsbarni og Blær stúlkunafn um leið og telpa er nefnd Blær?

Ég gæti skrifað um andstyggð mína á mannanafnalögum í alla nótt en þarf víst að sofa eitthvað líka. En hér eru nokkrir gamlir pistlar um þá undarlegu rökvísi sem þau byggja á.