Páll Winkel skilur bara ekkert í þessu

pall-winkel-688x451
Það er mjög óskynsamlegt að flýja úr fangelsi og sérlega óskynsamlegt fyrir þá sem búa í 300.000 manna eyríki. Eins og Páll Winkel bendir á, þá bíður einangrunarvist og minni von um reynslulausn, þeirra sem strjúka. Auk þess eru þeir sviptir möguleikanum á dagsleyfi í tvö ár og geta átt á hættu að vera beittir ýmsum öðrum refsingum (sem formlega eru kölluð „agaviðurlög“) svo sem takmörkun heimsókna og símtala. Halda áfram að lesa

Samræmd viðhorfapróf?

Það er ekki ný hugmynd að stofnanir ríkisins eigi að móta áherslur í siðferðilegu uppeldi barna. Kirkjan hafði til skamms tíma svo til óheftan aðgang að skólabörnum og grunnskólum var bókstaflega ætlað að ala börn upp í guðsótta og góðum siðum.

a_modern_village_school-_education_in_cambridgeshire_england_uk_1944_d23624-300x296 (1)Hversu mikinn árangur það bar vitum við lítið um. Önnur viðhorf en hin kristilegu voru ekkert uppi á borðinu og flest börn hefðu líklega tileinkað sér kristindóminn þótt skólinn hefði aldrei nefnt hann einu orði. Við vitum aftur á móti að margt fólk sem ólst upp í þessu andrúmslofti, og fékk fínar einkunnir á kristnifræðiprófum, gekk af trúnni. Við vitum að margt fólk sem nú er á miðjum aldri og ólst upp við bænahald í skólum neitaði að fermast eða skráði sig úr Þjóðkirkjunni síðar. Í sumum tilvikum hefur þetta fólk barist ötullega gegn trúarlegri innrætingu í skólum, með þeim árangri að það þykir ekki lengur við hæfi að skólar skipti sér af trúaruppeldi barna. Halda áfram að lesa

Má löggan stjórna heilbrigðisstarfsfólki?

Allt of oft hegða yfirmenn stofnana sér eins og upplýsingar sem varða almenning séu einkaeign stofnunarinnar eða að upplýsingagjöf sé háð geðþótta yfirmanna. Nýlegt dæmi um þetta er sú undarlega ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, að gefa fjölmiðlum engar upplýsingar um það hvort kynferðisbrot á Þjóðhátíð hafi verið tilkynnt.

Halda áfram að lesa

Pistill handa sjoppueigendum

softice_600_01

Á Íslandi tíðkast ekki að kenna nýju starfsfólki vinnubrögð eða gefa því þær upplýsingar sem það þarf til þess að geta veitt góða þjónustu. Á mörgum vinnustöðum er nýju fólki bara hent út í djúpu laugina og þetta á ekki síst við um fyrirtæki sem ráða aðallega kornungt, ófaglært fólk til starfa. Halda áfram að lesa

Alveg jafn skítsama um góð ráð og Eygló sjálfri

Miðsvæðis í Reykjavík má reikna með að leiguverð fyrir herbergi með aðgangi að eldhúsi, baði og þvottahúsi sé á bilinu 55-70 þúsund. Tveggja herbergja íbúðir kosta oft á bilinu 160-190 þúsund á mánuði. Algengt er að að fólk, hvort heldur er á leigumarkaðnum eða þeir sem búa í „eigin húsnæði“ (sem venjulega er að mestu leyti í eigu lánastofnana) fari með meira en 60% tekna sinna í húsnæðiskostnað. Halda áfram að lesa