Án þín um eilífð langa
óf ég af gullnum þræði
rekkjuvoð rúnum brydda
rennur hún veröld alla.
Auglit mitt vakir yfir
álagahvílu þinni
syng ég þér svani um aldir
sofðu, ég unni þér.
Greinasafn eftir:
Elías
Í gær reið hann Elías grænbláum hesti í hlað,
gæðinginn bauð mér til ferðar og tauminn mér rétti.
Fákurinn Pegasus fetaði rólega af stað
en fyrr en mig varði hann hóf sig á loft, fram af kletti. Halda áfram að lesa
Konan sem bíður
Sat hún ein við sauma
sumarbjartar nætur,
brynju gerði úr Björkum
batt sér Jó um fætur.
Reið á klæðin risti,
ramman Þurs hún vakti.
Kontórstingja Kaunir
kossum sjálf hún þakti.
Handa Braga
Þetta kvæði orti ég við lag sem vinur minn samdi þegar hann var að ganga í gegnum skilnað. Það er samið við lag eftir Björn Margeir Sigurjónsson
Bjargvætturinn í hárinu
Ástæðan fyrir því að hún klippti af sér hárið var auðvitað sú að með því móti gat hún bundið fléttu við svalahandriðið og sigið niður af sjálfsdáðum, þegar og ef henni svo þóknaðist. Hana vantaði ekki bjargvætti, heldur penna til að leysa þessa japönsku talnaþraut og prinsinn leit hreint ekki út fyrir að hafa nokkurntíma heyrt um slíkt verkfæri getið. Auk þess fannst henni ekki kúlt að hafa sverðsveiflandi apakött hangandi í hárinu. Halda áfram að lesa
Sálmur handa Sóma
Íslandi blæðir því álrisans her
og atvinnunáttúruspellvirkjager
veður hér uppi og ábyrgðin er,
(svo einungis fáa við nefnum);
hjá gráðugum rottum, en gleðjumst með söng,
og gerum svo lista yfir heimilisföng
og hefnum. Halda áfram að lesa
Betrungur
Af fávitum ég fjölda mikinn þekki
og fíflamjólkin hlaupin er í kekki.
Úr súpuskeið með gati sjaldan verður sopið kálið
og svo skal böl bæta
að bíða og hugsa málið. Halda áfram að lesa