Þú verður að skrifa …

Er það ég sem þoli afskiptasemi svona illa eða er annað fólk stöðugt að reyna segja mér hvað ég ætti að skrifa? Hversvegna í ósköpunum er allt þetta fólk sem telur heiminn hafa þörf fyrir fleiri glæpasögur, ástarsögur eða ævinsögur, ekki að hamast við að skrifa slíkar bókmenntir sjálft?

Ég gæti skilið þetta ef ég spyrði einhvern álits, væri með hundrað sögur í hausnum og vissi ekki hverja þeirra ég vildi skrifa eða bæði vini og vandamenn að lesa yfir handrit fyrir mig.

Er það bara ég sem verð fyrir þessu eða er fólk sífellt að reyna að stjórna lífi annarra? Geri ég þetta sjálf, óbeðin og án þess að taka eftir því? Vinsamlegast sparkið í mig ef þið standið mig að því.

Best er að deila með því að afrita slóðina