Upp, upp mín sál

En svo var ég að átta mig á því bara núna rétt áðan að ég þekki 2 pör í viðbót sem eru búin að vera saman mjög lengi. Alveg bara rosalega lengi og eru dálítið líkleg til að gera það áfram. Ég mundi ekki eftir þeim þarna um daginn. Ég þekki sumsé 12 pör sem hafa lafað saman í meira en 10 ár. Og það er nú alveg dálítið. Svo kannski gengur sambúð upp í einhverjum tilvikum.

Kannski.

Ég er í nýrri peysu. Það er næstum eins gott og að vera elskuð. Stelpur, konur, kerlur ef ykkur vantar egóbúst, ekki þá eyða pening í sálfræðing eða reyna að draga komplíment út úr karlmanni. Farið til stílista í Debenhams. Hún sagði mér að ég hefði fullkomið vaxtarlag. Ég veit að hún er bara í vinnunni en hún sagði það samt þannig að ég trúði því. Og það kostar ekkert.

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Upp, upp mín sál

  1. —————————————————

    Hey mundiru eftir mér og Eika??? Það verða 12 ár í haust. Erum við líkleg… eða???

    Posted by: Hullan | 21.02.2007 | 14:44:58

    ———————————————————–

    Það er ekki skrítið að það sé fátt um fína drætti með karlpening á lausu, þekki nokkra sem taka það fram yfir íslenskar konur að vera með austurlenskum þó að þær tali hvorki íslensku eða ensku og engin tjáskipti geti farið fram nema með handapati og álíka, væri verðugt verkefni fyrir sálfræðina. kv.gua

    Posted by: gua | 21.02.2007 | 15:41:12

    ———————————————————–

    Ég get að vissu leiti vel skilið íslenska karlmenn, að velja austurlenskar konur frekar en íslenskar. Það hentar þeim greinilega vel að þurfa ekki að tala við konurnar sínar. Þeir eru lausir við allt tuð, og ekki koma háir símareikningar ef munað er að læsa fyrir útlönd.
    Islenskar konur eiga það sameiginlegt að tala, tuða og nöldra, ef menn þeirra fara t.d á pöbbinn 5x í viku. Líka ef þeir nenna ekki að vaksa upp um helgar. Svo tala þær óstjórnlega í síma.
    Með eina austurlenska geta Íslenskir karlmenn bara lokað augunum þegar konur þeirra fara að nöldra, með handapati.

    Posted by: Hullan | 21.02.2007 | 16:06:36

    ———————————————————–

    Ótengt bloggfærslunni, varð að henda þessu hingað.

    Ljóð fyrir bjarta norn

    Ég las yfir ljóðin þín áðan
    og man svo vel myndina af þér
    í huga mínum
    sem ég teikna síðan ofan í
    er ég hitti þig á ný
    hlusta á rödd þína hugfanginn
    og týni úr loftinu orðin
    til að geyma
    á góðum stað.

    Posted by: Gillimann | 21.02.2007 | 16:49:36

    ———————————————————–

    Ég á nú systir sem er búin að vera með sama manninum í 25ár þetta er mögulegt,já og þetta með austurlensku konurnar skil ég ekki,ekki hægt að eiga samræður við þær svo eru þær vaxnar eins og ungligs stúlkur það er sjúkt.
    Held nú að megnið af okkur karlpeningum vilji konu sem er hægt að hafa vitrænar samræður við og séu vaxnar eins og kona.

    Posted by: Kristófer | 21.02.2007 | 16:58:44

    ———————————————————–

    Hmmm… eru þá asískir karlmenn upp til hópa pervertar?

    Posted by: Kalli | 21.02.2007 | 19:03:30

    ———————————————————–

    nei sennilega ekki en þeir eru sambærilegir í vextinum,allavegana það sem ég hef horft uppá á bekkjarkvölum hjá syni mínum,eldri menn með tánigsstúlkum og börnum þeirra og jafnvel amman með sem hefði betur hæft manninum.

    Posted by: Kristófer | 21.02.2007 | 19:48:57

    ———————————————————–

    Hvaða kynþáttafordómar eru þetta? Og sleggjudómar í ofanálag? Ég þekki konur frá Asíu sem tala fína íslensku og sjálfur er ég nú giftur konu sem er af erlendu bergi brotinn.

    Þessi umræða minnir mig hvað mest á umræðuna í kringum „ástandið“.

    Ég fagna því að íslenskir karlmenn skuli velja sér asískar konur. Við þurfum á blóðblöndun að halda.

    Posted by: Þorkell | 21.02.2007 | 23:54:47

    ———————————————————–

    Mundi eftir þér og Eika Hulla mín. Þú verður aldrei ein.

    Ég skil ekki alveg þessa umræðu um asískar konur og íslenska karla. Ef það er rétt að sumir menn búi með austurlenskum konum til að þurfa ekki að hlusta á þær og geta komið fram við þær eins og gólfmottur, þá er nú varla eftirsjá af þeim skíthælum af markaðnum.

    Vaxtarlag asískra kvenna er ekki „sjúkt“. Þær eru lægri vexti en vestrænar konur, og með styttri mjaðmagrind. Ég hef reyndar þetta „asíska“ vaxtarlag sjálf og karlmenn hafa ekki fúlsað við unglingslegu útliti mínu hingað til. Asískar konur hafa kannski síður tilhneigingu til að verða eins og hráir lifrarpylsukeppir viðkomu upp úr þrítugu (eins og það er nú kvenlegt) en það skýrist væntanlega að einhverju leyti af heilbrigðari lifnaðarháttum.

    Ég vildi ekki vera með einhverjum sem ég get ekki tjáð mig við en fólk sem hefur áhuga á því að eiga vitrænar samræður lærir einfaldlega leiðir til þess. Ég á einn vin sem á albanska konu og annan sem kvæntist konu frá Kóreu og ég held að hvorugum þeirra hafi dottið í hug að það væri alfarið mál kvennanna að setja sig inn í íslenskuna. Þeir hafa báðir lært töluvert í tungumálum eiginkvenna sinna og bæði málin eru töluð á heimilunum. Ég kannast líka við konu sem á heyrnarlausan mann en heyrir vel sjálf og hún bara lærði fingramál. Það er öllu verra þegar bæði tala sama tungumálið fullkomlega en hafa ekki áhuga á að skilja hvort annað, eins og oft vill verða.

    Posted by: Eva | 22.02.2007 | 9:26:32

    ———————————————————–

    Takk fyrir ljóðið Gilli 🙂

    Posted by: Eva | 22.02.2007 | 11:14:25

    ———————————————————–

    Eva,
    Fullkomið vaxtalag. Það er nú ekki verra að heyra slíkt. Það virðist hins vegar sitthvað gæfa og gjörvileiki. Sjá bara : http://www.baggalutur.is/index.php?id=3746

    Posted by: GVV | 22.02.2007 | 13:43:46

    ———————————————————–

    Jeremías, ég get svo svarið að þetta er gamli íslenskukennarinn minn úr Langholtskóla !!! Níels, my ass, ‘etta er Gísli.

    Posted by: GVV | 22.02.2007 | 14:12:57

Lokað er á athugasemdir.