Góður dagur

Mikið var þetta góður dagur.

Við fórum í Austurbæ og sáum Annie og svo komu afi Bjarni og amma Hanna í mat til okkar. Ég bjó til lasagne með spínati og möndlum sem uppistöðu og eftirrétturinn var mjög fljótlegur heimatilbúinn ís.

Ég er ákveðin í því að halda matarboð reglulega á þessu ári. Ég hef svo mikla ánægju af því að fá fólk í mat og matarboð útheimtir hvorki að maður þurfi að standa í stórþvotti sökum reykmengunar daginn eftir, né að maður missi svefn. Það er nákvæmlega ekkert vesen ef maður hefur lítinn tíma, mín reynsla er allavega sú að fólk kunni almennt vel að meta ofnrétti, pottrétti og annað sem hægt er að undirbúa með fyrirvara og það þarf heldur alls ekki að vera dýrt að bjóða fólki í mat.

Best er að deila með því að afrita slóðina