Narnía

narniaNarnía stóð alveg undir væntingum. Ekki stórvirki kannski en alveg ágætis fjölskylduafþreying.

Mér fannst hvíta nornin frábær, jólasveinninn talsvert meira sannfærandi en kókakólaskrípið og sleppti því alveg að segja hohohó, hugmyndin um börnin sem holdgervinga frumefnanna kemst vel til skila og bardagaatriðin voru ekki óþolandi löng.

Drengurinn sem lék Edmund stendur upp úr af systkinunum sem „svipbrigðaleikari“ þótt þau hafi öll komist mjög vel frá sínum hlutverkum. Það er kannski bara af því að hans hlutverk gerir mestar kröfur að því leyti að hann þarf oft að sýna hugsanir með svipbrigðum fremur en með að koma þeim til skila með orðum, raddblæ og líkamstjáningu. Ég spái því allavega að honum verði boðin töluvert krefjandi hlutverk í framtíðinni.

Best er að deila með því að afrita slóðina