Firrt

Marxisk firring; beygja, sveifla, smella, snúa, beygja, sveifla, smella, snúa… allan daginn, alltaf eins og maður veit ekki almennilega til hvers, sér aldrei afurðina nema sem stæðu af plastböggum sem eru settir í gám. Óljós hugmynd um endanlegt notkunargildi; það er ekki hægt að láta sér þykja vænt um grilljón svarta plastbagga.

E: Fínt að hlaupa í svona hamagang í nokkrar vikur en hugsið ykkur að þurfa að vinna við færiband allt árið.
P: Úff, maður yrði þokkalega firrtur, mig dreymdi vinnuna í nótt.
V: Kunnum við ekki einhverja negrasálma? Mér líður eins og ég sé hlekkjaður við færibandið.
S: Ég held að öxlin á mér sé að gefa sig.

Okkur vantar eiginlega einn í viðbót. Ekki margir sem geta hlaupið í færibandavinnu í 4-5 vikur. Snáðinn þekkir annan ungling sem vantar vinnu. Hringir í hann.
-Æ, þetta er svona plast. Maður þarf að halda á því og setja það í svona vél og snúa. Maður þarf að gera jafn hratt og allir hinir og þetta er svona gegt hratt og maður verður ógeðslega þreyttur.
Hinn strákurinn er ekki ennþá farinn að láta sjá sig.

Mér finnst að atvinnurekendur í verksmiðjum ættu alltaf að taka fullan þátt í almennum störfum fyrirtækisins. Eigandinn hefur langminnsta úthaldið af okkur svo við fáum fleiri pásur þegar hann er á staðnum.

Best er að deila með því að afrita slóðina