Morfísinn

Sonur minn Byltingin fylgist með Morfís keppninni af áhuga. Það sem honum finnst svona áhugavert við þessa keppni, er það undur að til sé fólk sem þrátt fyrir að vera komið á framhaldsskólaaldur, skuli hafa þvílíkt yndi af fullkomlega tilgangslausum þrætum að það láti leiða sig út í aðra eins vitleysu og þá að keppa um það hvort liðið sé færara í þeirri list að fá fólk til að greiða atkvæði með „málefnum“ sem jafnvel ræðumaðurinn sjálfur telur röng og skaðleg. Honum finnst ekki síður merkilegt að fólk greiði ræðumanni atkvæði, jafnvel þótt það sé ósammála því sem hann segir, bara vegna þess hve vel hann kemur fyrir sig orði.

Syni mínum 17 ára finnst það í raun stórfurðulegt að halda uppi ástríðufullri umræðu, ekki í þeim tilgangi að komast að sameiginlegri niðurstöðu, kynnast skoðunum annarra eða sannfæra einhvern um sín eigin viðhorf, heldur eingöngu til að vinna.Í gær kom hann heim og sagði mér að hann hefði malað vinkonu sína í rökræðum.

-Og hvað voruð þig að rökræða, spurði ég.
-Við vorum að rökræða það hvort okkar hefði rangt fyrir sér, svaraði hann. Þetta fannst honum bráðfyndið þrætuepli.

Best er að deila með því að afrita slóðina