Böggmundur

Mér skilst að Böggmundur hafi hringt í móður mína á dögunum og tilkynnt henni að ég væri hin mesta hóra.

Geyið hefur líklega móðgast þegar ég sagði honum að ég væri að vísu frábitin ofbeldi og hefði engan hug á að mölva úr honum gervitennurnar eða skaða hann á annan hátt en ef hann léti hana Blíðu mína ekki í friði skyldi ég mæta til hans ásamt fríðu föruneyti og sjá til þess að yrði gyrt niður um hann og hann rassskelltur. Hann varð stjörnuvitlaus og lofaði mér alvarlegum vandræðum fyrir kjaftháttinn. Ég átti nú svosem ekki von á því að hann stæði við stóru orðin og ef það að nota subbutrant um mig í áheyrn móður minnar er það grófasta sem honum dettur í hug, þá held ég að mesti vindurinn sé úr honum. Kannski ég láti samt verða af því að fá mína menn til að taka hann í gegn.

Best er að deila með því að afrita slóðina