Stærstu mistök Reykvíkinga

66459_10151649286648438_1545015980_nÍ upphafi 19. aldar var Reykjavík varla meira en þorp.  Þar bjó rjómi þjóðarinnar, athafnamenn og harðduglegt fólk sem byggði upp þessa menningarborg sem Reykjavík er í dag. Meirihluti Íslendinga var þó búsettur úti á landi. Á þeim tíma bjó vinnufólk við vistarband. Það merkti að þeim sem ekki höfðu jörð til umráða var skylt að ráða sig í vist, til árs í senn. Tilgangurinn var bæði að tryggja bændum fast vinnuafl og fátæklingum öryggi. Bændur höfðu framfærsluskyldu gagnvart hjúum sínum en á móti var vinnufólk bundið í vist fram að vinnuhjúaskildaga. Um leið átti vistarbandið að koma í veg fyrir vergang öreiga svo enginn hreppur sæti uppi með annarra sveita ómegð.

Halda áfram að lesa