Gættu að því hvenær þú veikist maður!

Ég er svo lánsöm að eiga lögheimili erlendis og  þarf því aldrei að hafa áhyggjur af kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Hef því ekki haft neina praktíska ástæðu til að kynna mér nýja greiðsluþátttökukerfið vegna heilbrigðisþjónustu sem tók gildi núna 1. maí. Ég hélt jafnvel að það væri notendum til mikilla hagsbóta því kona sem ég þekki og hefur átt við mikil veikindi að stríða síðustu árin sagði mér að hún hefði farið til læknis í júní og ekki þurft að greiða nema brot af því sem hún hafði greitt síðast. Halda áfram að lesa

Ein lítil saga úr heilbrigðiskerfinu

Vinkona mín hefur átt við mikil veikindi að stríða síðustu ár. Hún fékk m.a. banvænan sjúkdóm og hefur þurft að undirgangast ýmsar rannsóknir og lyfjameðferð vegna þess, auk þess að þarfnast endurhæfingar og dvalar á sjúkrahóteli. Ég vissi að Íslendingar greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu úr eigin vasa en nágrannaþjóðirnar en þegar ég sá upphæðirnar sem þessi vinkona mín hefur þurft að greiða, gekk gjörsamlega fram af mér. Halda áfram að lesa

Íslenska velferðarkerfið?

Vinkona mín veiktist alvarlega á síðasta ári. Kostnaður hennar við læknisþjónustu og lyf á árinu nam 330.000 krónum.

Ég á tvær vinkonur sem hafa leitað á slysadeild á síðustu vikum. Önnur beið í 6 klukkustundir áður en læknirinn rétt leit á hana og sagði henni að ekkert væri hægt að gera fyrir hana. Hún borgaði 5600 kr fyrir það. Hin beið í 7 klukkustundir og var sagt að fara til heimilislæknis. Halda áfram að lesa