Píslarhetjurunk

Endur fyrir löngu harðneitaði ég að nota lyndistákn í samræðum á netinu. Fannst þau óþörf og asnaleg. Vinum og vandamönnum þótti þessi sérviska mín óþægileg. Oft fannst fólki geta leikið vafi á því hvort ég væri að tala í alvöru, hæðast að einhverjum eða geta góðlátlegt grín. Mér fannst það reyndar kostur en ég var víst ein um þá skoðun. Halda áfram að lesa

Framtak Össurar og súru berin hans Bússa

Enginn íslenskur ráðherra hefur tekið jafn afdráttarlausa afstöðu með mannréttindum og Össur Skarphéðinsson. Ef þingmenn Hreyfingarinnar eru frátaldir, hefur sennilega enginn þingmaður Íslandssögunnar staðið sig jafn vel í mannréttindamálum og hann. Tilvitnun hans í Reagan á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna var flott útspil og varla hægt að hugsa sér beittari niðurlægingu fyrir Netanyahu en að vera settur á bás með gömlu Sovétríkjunum, og því áhrifameira að það skuli gert með orðum fyrrum Bandaríkjaforseta. Líkingin liggur þó í augum uppi því Berlínarmúrinn var í hugum minnar kynslóðar tákn aðskilnaðar og kúgunar og var hann þó töluvert minni en aðskilnaðarmúr Ísraelsmanna. Halda áfram að lesa