Íkorninn sem safnar forða til vetrarins

Þegar ég var fimmtán ára gengu allar stelpur með stutta, ljósa trefla og í gallabuxum. Nema ég. Ég klæddist víðum buxum, sítrónugulum, vínrauðum eða skærblágrænum og gróf upp ógnarlangan, svartan trefil með rauðum dúskum, sem móðir mín hafði notað á sínum sokkabandsárum.  Þann trefil bar ég við öll hugsanleg tækifæri, ekki bara af því að mér fannst hann flottur – þetta var ekki síður einhverskonar yfirlýsing. Halda áfram að lesa